Uppfært: 14:29
Ekki er búið að bera kennsl á líkið sem fannst í fyrradag í skóginum við Hólakerfi í Breiðholti. Vísað var í frétt mbl.is sem reyndist röng.
Vísir hefur eftir Karl Steinari Valssyni, yfirlögregluþjón í miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að kennsla nefnd sé enn að störfum. Muni það taka nokkra daga til viðbótar að ljúka störfum.
Upprunaleg frétt:
Lík fannst í fyrradag í skóginum við Hólahverfi í Breiðholti. Talið er að líkið hafi legið þar um mánaða skeið.
Nú er búið að bera kennsl á manninn, sem var eldri maður. Ekki hafði verið lýst eftir honum. Þetta kemur fram í frétt mbl.is.
Ekki er talið að maðurinn hafi látið lífið með saknæmum hætti.