fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

COVID-19 smit hjá Hjallastefnunni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 22. ágúst 2020 10:50

Mynd/Vefsíða Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 smit hefur greinst hjá starfsmanni barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík og eru aðrir starfsmenn komnir í sóttkví.

Þetta kemur fram á vef skólans og í tölvupósti sem var sendur á foreldra barna.

„Því miður verðum við að tilkynna ykkur að tekin hefur verið ákvörðun í samráði og samvinnu við Almannavarnir og smitsjúkdómalækni að loka skólanum vegna COVID 19 smits,“ segir í póstinum. Enn fremur er tekið fram að starfsfólk verði í sóttkví fram til 7. september.

Skólasetning var á föstudaginn. Kennarinn sem greindist með smit var ekki að vinna þegar skólasetning var í skólanum og því þykir ekki ástæða til að nemendur og foreldrar fari í sóttkví.

Skólinn reiknar með að hefja starfsemi að nýju þann 7. september en þá verður búið að þrífa húsið og sótthreinsa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum