fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Tæplega 4.400 bíða eftir skurðaðgerðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 4.400 manns eru á biðlista eftir skurðaðgerðum á Landspítalanum. Flestir bíða eftir liðskiptaaðgerð eða 832. Biðtíminn er um sex til sjö mánuðir. Biðlistarnir hafa lengst í sumar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

„Í rauninni hafa biðlistarnir lengst í sumar. Það hefur fjölgað á biðlistunum en það var alveg viðbúið.“

Er haft eftir Vigdísi Hallgrímsdóttur, forstöðumanni skurðstofu- og gjörgæslukjarna Landspítalans. Hún sagði einnig að flestir komist í aðgerð innan fimm mánaða.

Haft er eftir Margréti Guðjónsdóttur, forstöðumanni skurðlæknaþjónustu á spítalanum að augasteina- og liðskiptaaðgerðir séu stærstu biðflokkarnir.

„Biðtíminn eftir augasteinaaðgerðum náðist nú mjög vel niður á síðustu árum. Hann er enn þá innan ásættanlegra marka þó hann sé aðeins að færast upp á við.“

Landspítalinn hefur verið með átak í gangi til að stytta biðtíma eftir göngudeildarþjónustu en haft er eftir Margréti að sá biðtími sé dulin bið.

„Biðtíminn eftir því að komast í mat og endanlega ákvörðun um hvort þú þarft að fara í aðgerð hefur ekki alltaf verið skráður. Við höfum verið að vinna það niður og núna erum við komin í fjóra mánuði í bið en það voru átta mánuðir. Við það fjölgar á sjálfum biðlistanum en við erum að færa þetta í sýnilegra, eðlilegra og betra vinnufyrirkomulag.“

Átaksverkefni hefur verið í gangi í sumar til að grynnka á biðlistum og sagði Vigdís það hafa gengið ágætlega.

„Við höfum verið með átakshelgi í liðskiptaaðgerðum þar sem var gert töluvert af aðgerðum. Það er 12 prósenta samdráttur í öllum aðgerðum hjá okkur núna fyrstu sjö mánuði ársins. Í lok samkomubannsins var sá samdráttur 18 prósent.“

Sagði hún.

Margrét benti á að eðlilega hafi hlutirnir legið niðri að hluta yfir sumarið.

„Fólkið okkar þarf að komast í sumarfrí og svo hafa innköllunarstjórarnir okkar verið að hringja í sjúklinga og bjóða þeim aðgerðir og fólk kemst ekki. Fólk er í sumarfríi og það hefur áhrif. Það á helst við um liðskiptaaðgerðirnar þó það séu margir að bíða þá er fólk svo ekki alveg tilbúið að stökkva inn þegar það gefst færi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“