fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Ágúst grunar að hann hafi fundið mannabein – Rif og hryggjarliðir sem geta ekki verið úr kind

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 16:11

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta gætu verið mannabein, þarna eru rif og hryggjarliðir sem geta ekki verið úr kind, segi ég, því ég hef séð margar kindagrindurnar. Rifin eru nokkuð stór,“ segir Ágúst Ísfeld sem tók meðfylgjandi myndir í Grindavíkurhrauni, nálægt Fagradal, í gær, en hann rak augun í beinin er hann var að rúnta á fjórhjólinu sínu.

Mynd: Ágúst Ísfeld

Ágúst tilkynnti fundinn til lögreglu og vakti málið mikinn áhuga lögreglunnar. „Ég tilkynnti þetta í gærkvöld og hef ekki heyrt meir. Þeir sögðu mér í gærkvöld að þeir ætluðu með björgunasveitarmönnum þarna upp eftir að kíkja á þetta.“

Mynd: Ágúst Ísfeld

Ágúst segir að varðstjóri hjá lögreglunni hafi sagt honum í gærkvöld að hann teldi líklegt að þetta væru mannabein. Plastpoki lá yfir beinunum en Ágúst tók pokann af beinunum til að kíkja betur á þau. Segir hann að beinin virðist hafa dreifst nokkuð.

Mynd: Ágúst Ísfeld
Mynd: Ágúst Ísfeld

Ekki hefur náðst samband við lögreglu vegna málsins. Með rannsóknina fer Guðmundur Sigurðsson, hjá rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans