fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Hjólar í Kára Stefánsson: „Núna sitjum við uppi með afleiðingarnar af þessum skapsveiflum forstjórans“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 17:21

Kári Stefánsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki beint til vinsælda fallið að skammast út í Íslenska erfðagreiningu eða hinn bráðskarpa forstjóra fyrirtækisins. Framlag ÍE til að hjálpa landsmönnum til að takast á við COVID-19 er ekkert minna en stórkostlegt. Fáir tala jafn skýrt og skynsamlega og Kári Stefánsson. En þegar hann tilkynnti þann 6. ágúst að ÍE myndi hætta að greina landamærasýni eftir eina viku, þá var það með þeim orðum að honum þætti stjórnvöld sýna sér virðingarleysi, samskiptin væru skringileg og honum liði eins og boðflennu. Hann vildi losna undan því oki að skima og þess vegna væri miklu auðveldara að hætta því á þeim tímapunkti. Hann móðgaðist, með þeim afleiðingum að hætta varð að skima ferðamenn frá fjórum löndum til að afstýra stórkostlegum vandræðum. Núna sitjum við uppi með afleiðingarnar af þessum skapsveiflum forstjórans og hans tillaga er að loka landinu.“

Þannig hljómar niðurlagið á frekar löngum pistli eftir Ólaf Haukssson almannatengil sem hann birtir í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar en þar fer jafnan fram lífleg umræða um ferðaþjónustu og þjóðfélagslegar tengingar hennar.

Ólafur Hauksson

Kjarninn í pistli Ólafs er sá að Íslensk erfðagreining hafi boðist til að taka þátt í skimum ferðamanna á landamærum. Enginn hlutaðeigandi hafi þá átt von á því að ÍE myndi hætta því verkefni nánast fyrirvaralaust en það hafi gerst eftir að Kári móðgaðist út í stjórnvöld fyrir að sýna sér ekki næga virðingu. Yfirvöld sóttvarnamála hafi því verið nauðbeygð til að fjölga öruggum löndum þaðan sem farþegar væru undanþegnir skimun. Það hafi ýtt undir endurkomu veirunnar til landsins, líklega í gegnum Íslendinga sem hafi komið heim frá þessum löndum.

Pistillinn er eftirfarandi í heild:

„Þegar fyrst var rætt í lok maí að skima á landamærunum treysti Landspítalinn sér til að greina sýni frá 500 manns á dag. Þann 8. júní kom fram að Íslensk erfðagreining tæki þátt í landamæraskimuninni og greiningargetan fór þá í 2.000 manns. Skimun hófst 15. júní. Þremur vikum síðar fór Kári Stefánsson forstjóri ÍE í rokna fýlu út í stjórnvöld og tilkynnti með viku fyrirvara að fyrirtækið myndi hætta að taka þátt í landamæraskimuninni þann 13. júlí. Þá höfðu tugþúsundir ferðamanna keypt flugfargjöld til og frá Íslandi næstu vikur og mánuði, bókað gistingu, afþreyingu og bílaleigubíla. Góð ráð voru dýr og útleið stjórnvalda var að bæta Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á listann með Færeyjum og Grænlandi yfir lönd sem yrðu undanþegin skimun og sóttkví. Núna hafa um 120 þúsund farþegar komið til landsins síðan 15. júní – þegar skimun hófst – og þar af hafa um 65% verið skimuð.

Margir fullyrða núna að vegna þrýstings frá ferðaþjónustunni hafi landið verið opnað að óþörfu fyrir ferðamönnum, með tilheyrandi fjölgun COVID-19 smita. Allt of margir hafi fengið að koma inn í landið án skimunar og að skimunarferlið hafi að ýmsu leyti verið gallað.

Ég tel að athyglinni megi gjarnan beina að þeim afleiðingum sem virðist mega skrifa á skapsveiflur forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þegar hann bauð fram aðstoð við að greina landamærasýni gátu fæstir ímyndað sér að því yrði fyrirvaralítið hætt mánuði síðar. Með því að fjölga undanþágulöndum gat Landspítalinn ráðið við greiningarnar. Ella hefðu ferðaplön tugþúsunda verið í uppnámi. Þetta bjargaðist því fyrir horn, en með þeim afleiðingum að fleiri smitaðir ferðamenn sluppu inn í landið og hafa smitað út frá sér. Og þá er ekki endilega átt við hinn dæmigerða erlenda ferðamann, heldur íslenska sem erlenda íbúa hér á landi. Margoft hefur komið fram hjá sóttvarnalækni að ólíklegt sé að erlendir ferðamenn smiti frá sér og reynslan sýni að smitleiðir séu gjarnan innan fjölskyldu eða vinahópa.

Ferðaþjónustan sætti sig við það sem bauðst af hálfu sóttvarnalæknis og stjórnvalda. Vissulega hefði verið auðveldast og öruggast að setja alla ferðamenn í 14 daga sóttkví. Þá hefðu fáir komið. Gott er að vera vitur eftirá. En úr því að Íslensk erfðagreining bauðst til að greina 2.000 sýni á dag, þá tóku innlendir sem erlendir ferðamenn því fegins hendi. Spyrja má hvort þetta tilboð ÍE, sem engan grunaði að lyki skyndilega eftir 4 vikur, hafi verið hinn mesti bjarnargreiði.

Það er ekki beint til vinsælda fallið að skammast út í Íslenska erfðagreiningu eða hinn bráðskarpa forstjóra fyrirtækisins. Framlag ÍE til að hjálpa landsmönnum til að takast á við COVID-19 er ekkert minna en stórkostlegt. Fáir tala jafn skýrt og skynsamlega og Kári Stefánsson. En þegar hann tilkynnti þann 6. ágúst að ÍE myndi hætta að greina landamærasýni eftir eina viku, þá var það með þeim orðum að honum þætti stjórnvöld sýna sér virðingarleysi, samskiptin væru skringileg og honum liði eins og boðflennu. Hann vildi losna undan því oki að skima og þess vegna væri miklu auðveldara að hætta því á þeim tímapunkti. Hann móðgaðist, með þeim afleiðingum að hætta varð að skima ferðamenn frá fjórum löndum til að afstýra stórkostlegum vandræðum. Núna sitjum við uppi með afleiðingarnar af þessum skapsveiflum forstjórans og hans tillaga er að loka landinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Í gær

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“