fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Meintur nauðgari með réttargæslumann brotaþola á vitnalista

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 08:00

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Jóhannsdóttir, sem gætti hagsmuna kvenna sem kærðu svokallaðan meðhöndlara  fyrir kynferðisbrot, verður ekki réttargæslumaður þeirra fyrir dómi. Kveðið var upp úr um þetta í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ástæðan er að Sigrún er á vitnalista hins ákærða sem ætlar þar með að leiða hana fram sem vitni fyrir dómi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Nokkrar konur leituðu til Sigrúnar vegna meintra brota mannsins gegn þeim. Fleiri konur bættust í hópinn í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla. Sigrún var réttargæslumaður kvennanna á meðan lögreglan rannsakaði málið.

Ákæra hefur verið gefin út á hendur manninum fyrir að hafa nauðgað fjórum konum. Fréttablaðið segir að við þingfestingu málsins hafi risið ágreiningur um skipun Sigrúnar sem réttargæslumanns. Hefur blaðið eftir Steinbergi Finnbogasyni, verjanda ákærða, að hann geti ekki tjáð sig um það sem fram fer í dómssalnum því um lokað þinghald sé að ræða.

Hann sagði einnig að lögfræðilegur tilbúningur málsins eigi sér aðdraganda sem standist varla skoðun og hyggist hann leiða það í ljós í vitnaleiðslum. Hann sagði vísbendingar um að Sigrún hafi sjálf staðið að baki auglýsingu þar sem leitað var að skjólstæðingum í fyrirhugaða hópmálsókn gegn hinum ákærða. Þetta hafi hún gert undir dulnefni á samfélagsmiðlum.

„Aftakan á skjólstæðingi mínum hefur þegar farið fram, enda fjölmiðlar ítrekað upplýstir um árangur af þessari smölun á meintum fórnarlömbum hans.“

Skipun annars réttargæslumanns í málinu var einnig afturkölluð með úrskurði dómara í gær þegar í ljós kom að sá er sambýlismaður Sigrúnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína