fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. júlí 2020 09:28

Mynd: Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það dugar ekki að Vegagerðin rannsaki sjálf mál sem hún hefur lýst yfir að bera ábyrgð á,“ segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag.

Eins og flestum er kunnugt létust hjón eftir umferðarslys á Kjalarnesi síðastliðinn sunnudag, er tvö mótorhjól rákust á húsbíl. Slysið átti sér stað á nýlögðum vegarkafla milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga en vegarkaflinn reyndist vera flugháll. Grunur leikur á því að of mikið magn biks í efnisblöndunni sem lögð var í veginn hafi valdið hálkunni en málið er í rannsókn.

Sjá einnig: Óhugnanleg ummæli rétt fyrir slysið

Jón Þórisson bendir á í pistli sínum að það sé ekkert nýtt að hættulegt yfirlag sé lagt út á íslenskar akbrautir:

„En það er ekkert nýtt að hættulegt yfirlag sé lagt út á íslenskar akbrautir. Í kjölfar kvartana varð niðurstaðan sú að fræsa ofan af flughálu yfirlagi sem lagt
var á Hafnarfjarðarveg. Það var árið 2015.

Því fer fjarri að hægt sé að sætta sig við að ítrekað sé notað bik sem veldur slysahættu. Hvers vegna var þetta bik, sem öllum mátti vera ljóst að væri stórvarasamt, notað enn og aftur – að fyrirmælum Vegagerðarinnar?

Beðið verður niðurstöðu rannsókna um hvers vegna nýlagt bik varð dauðagildra. En það dugar ekki að Vegagerðin rannsaki sjálf mál sem hún hefur lýst yfir að bera ábyrgð á.

Til þess þarf einhvern annan.“

Jón bendir einnig á að Vegagerðin virðist ætla að rannsaka sjálf mál sem hún ber ábyrgð á:

„Vegagerðin fer fyrir vegabótum og uppbyggingu vegakerfisins. Hluti þeirra verkefna er boðinn út og lagt fyrir verktaka að fylgja fyrirskrift stofnunarinnar um hvernig verkið skuli innt af hendi, í því skyni að hámarka nýtingu á takmörkuðu fé sem til ráðstöfunar er í nauðsynleg verkefni. Síðla síðustu viku hafði verktaki malbikað spotta á Kjalarnesi. Svo verður um helgina þetta hörmulega atvik sem kostaði tvö mannslíf. Í Fréttablaðinu sagði umferðaröryggissérfræðingur að ljóst væri að ekki hefði verið farið eftir uppskrift við gerð malbiksins. Sambærileg blanda væri notuð til að útbúa hálkusvæði við ökuskóla í öðrum löndum.

Í fréttum hafa fyrirsvarsmenn Vegagerðarinnar sagt að stofnunin beri endanlega ábyrgð. Rannsaka þurfi bikið og senda í greiningu, helst til útlanda. Vegagerðin ætlar þannig sjálf að rannsaka málið sem hún ber ábyrgð á.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fjölmargar bifreiðar skemmdar eftir að þeim var ekið ofan í holur

Fjölmargar bifreiðar skemmdar eftir að þeim var ekið ofan í holur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ný taktík Rússa virkar – Kurakhove er gott dæmi um það

Ný taktík Rússa virkar – Kurakhove er gott dæmi um það
Fréttir
Í gær

Meinta gervistéttarfélagið Virðing rýfur loks þögnina – Segja samning sinn ekki koma Eflingu við

Meinta gervistéttarfélagið Virðing rýfur loks þögnina – Segja samning sinn ekki koma Eflingu við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæmdu fréttaflutning en flúðu undan viðtalsbeiðnum í rúmlega hálft ár – „Það vill enginn tala“

Fordæmdu fréttaflutning en flúðu undan viðtalsbeiðnum í rúmlega hálft ár – „Það vill enginn tala“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vestfirskur skipstjóri sem sigldi ölvaður iðraðist við annað brot

Vestfirskur skipstjóri sem sigldi ölvaður iðraðist við annað brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brást með ótrúlegum hætti við þegar bíllinn lenti í fljúgandi hálku

Brást með ótrúlegum hætti við þegar bíllinn lenti í fljúgandi hálku