Ef þessar aðgerðir verða að veruleika getur það haft töluvert áhrif á fyrirhugaðar samkomur um verslunarmannahelgina.
Morgunblaðið hefur eftir Skarphéðni Steinarssyni, ferðamálastjóra, að útbreiðsla veirunnar í Suður-Evrópu geti haft áhrif á eftirspurn eftir ferðum hingað til lands. Ferðamálastofa hefur áður áætlað að um 63 þúsund erlendir ferðamenn kæmu hingað til lands í ágúst en það er um fjórðungur þess fjölda sem kom á sama tíma á síðasta ári.
Smitum hefur fjölgað að undanförnu á Spáni og eru ferðamenn varaðir við að fara þangað. Skarphéðinn sagði að enn væri of snemmt að segja til um áhrif þessarar þróunar og því hafi Ferðamálastofa ekki enn endurskoðað spá sína. Það liggi þó fyrir að takmarkanir á samkomum, vegna veirunnar, geti haft áhrif á ferðamynstur.
„Það mun hafa áhrif en við þyrftum að leggjast yfir tölurnar til að skera úr um möguleg áhrif.“
Er haft eftir honum. Hann sagði að minni líkur séu nú á að spáin gangi eftir því Ferðamálastofa leggur flugframboð og líklega samsetning ferðamanna til grundvallar henni.
„Maður reiknaði með að löndin myndu halda áfram að opnast en nú er spurning hvort sú forsenda sé í uppnámi. Hún er það sennilega.“
Sagði Skarphéðinn.