„Næstu dagar eru algerlega lykilatriði í að upplýsa okkur um hvernig við eigum að bregðast við í framhaldinu.“
Hefur Morgunblaðið eftir henni í umfjöllun um málið. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að í skilaboðum frá sóttvarnalækni til heilbrigðisráðherra í gær sé mælt með að fyrirhuguðum tilslökunum þann 4. ágúst verði frestað.
„Ef við sjáum anga koma sem tengjast ekki hópsýkingunni núna faraldsfræðilega en eru með sömu veiru, þá bendir það til útbreiddara smits en við vonuðumst til. Sömuleiðis ef við sjáum smit hjá einstaklingum sem voru ekki taldir þurfa að fara í sóttkví, þá þurfum við að skoða það mjög alvarlega að mæla með harðari aðgerðum.“
Hefur Morgunblaðið eftir Kamillu.