fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Eyjamenn brjálaðir yfir ætluðum flutningi Ólafs Helga til Vestmannaeyja – „Ég hélt að þetta væri grín“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 15:49

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið sagði frá því fyrr í dag að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Þar hefur lögreglustjórastaða verið laus síðan Páley Borgþórsdóttir tók við lögreglustjórastöðunni á Norðurlandi eystra. Páley naut mikillar virðingar í Vestmannaeyjum og þótti hafa staðið sig vel.

Ólafur hefur síðustu daga legið undir ámæli, en hann á að hafa prentað út klámfengna texta og skilið þá eftir í miðlægum prentara á lögreglustöðinni á Suðurnesjum. Ólafur Helgi hefur koma víða við og virðast hneykslismálin elta hann uppi, hvert sem hann fer. Árið 1995 kom Ólafur til dæmis í veg fyrir að fjölmiðlamenn kæmust að og sinntu störfum sínum í kjölfar snjóflóðsins á Súðavík. Fyrir vikið eru svo til engar heimildir til um björgunaraðgerðirnar þar. Er það sögn ein ástæða þess að lítið var gert úr 25 ára afmæli flóðsins í janúar síðastliðnum.

Við má bæta fjölmörg önnur mál sem vöktuð bæði hneykslan og furða. DV tók þau saman árið 2014.

Eyjamenn bálreiðir

Gríðarlegrar reiði gætir nú í Vestmannaeyjum og finnst bæjarbúum, samkvæmt heimildum DV, eins og verið sé að „sturta vandamálum“ Suðurnesja og dómsmálaráðherra yfir sig. „Í alvörunni, ég hélt að þetta væri grín,“ sagði annar viðmælandi DV. „Ég stórefa að það séu margir sem séu spenntir fyrir því að fá Ólaf Helga yfir sig sem lögreglustjóra.“

Fréttirnar eru ekki síst sárar í ljósi virðingar sem fyrri lögreglustjóri, Páley Borgþórsdóttir, naut. Hefur DV eftir heimildamanni sínum í Vestmannaeyjum að arftaki hennar njóti ekki síðra trausts. Það er hún Arndís Bára Ingimarsdóttir, sem fyrir sex dögum síðan var settur lögreglustjóri í bænum. Arndís Bára var „númer tvö“ í lögreglunni á eftir Páleyju og ríkti ánægja með störf þeirra beggja.

Einn sem DV náði tali af hafði ekki heyrt fréttirnar og sprakk hreinlega úr hlátri þegar blaðamaður sagði honum frá bollaleggingum dómsmálaráðherra, Áslaugar Örnu. Aðspurður út í fyrstu viðbrögð sín við fréttunum svaraði sá: „Tja, þú heyrðir mig hlæja er það ekki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni
Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn