fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Rafskutludrama í Vesturbænum – Tekist á um 240.000 krónu rafskutlu á Austurvelli

Heimir Hannesson
Laugardaginn 25. júlí 2020 18:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Titrings gætir meðal vesturbæinga eftir að maður birti athyglisverða sögu af sér og rafskutlu sinni í miðbæ Reykjavíkur í gær. „Ég var á rúntinum niðrí bæ á rafhlaupahjólinu mínu eins og ég geri daglega.“ Þannig hefst saga mannsins en það sem kom á eftir gat manninum ekki órað fyrir.

„Það kemur maður upp að mér á Austurvelli og telur mig vera á stolnu hlaupahjóli sem stolið var af einhverjum vini sínum og segir að það sé bara alveg pottþétt að hjólið mitt sem ég er á sé stolið,“ sagði maðurinn í Facebook færslu sinni.

Manninum fannst eðlilega leitt að vera þjófkenndur á svo áberandi hátt og fór svo að hann hringdi á lögregluna. Er lögregla bar að garði var meintur eigandi hins „stolna“ hjóls kominn á vettvang. Spurði lögregla rafskutlumanninn hvort hann hafi „verið búin að fá sér,“ en svo hafi ekki verið. Maðurinn er búinn að vera edrú í tvö ár, að hans eigin sögn. Segist maðurinn vera þreyttur á fordómum sem hann verður fyrir vegna útlit síns. „Please fólk, ekki þjófkenna fólk eftir útliti þess og ef þið eruð svona rannsóknar hjólahetjur, rannsakið málið þannig að þið séuð 100% á því að vera með réttu manneskjuna, 98% er ekki einu sinni nóg,“ segir maðurinn á Facebook síðu Vesturbæinga.

„Rannsókn“ lögreglunnar lauk með því að rafskutlumaðurinn framvísaði kvittun fyrir hjólinu og fékk hann því að halda ferð sinni áfram á rafskutlu sinni.

„Hefði líka tékkað hefðirðu verið í jakkafötum“

Maðurinn sem ásakaði rafskutlumanninn um þjófnað er Bjarmar Leósson, en um hann var fjallað í Fréttablaðinu 2019. Þar sagði að hann hafi stundað það í marga mánuði að leita uppi stolin hjól. „Á nokkrum mánuðum hefur Bjartmar Leósson fundið á annan tug stolinna hjóla og stuðlað að því að koma þeim í réttar hendur.“ Bjartmar sagði við Fréttablaðið af því tilefni: „Þetta byrjaði í raun fyrir tilviljun. Ég er búsettur í miðbænum og fyrir nokkrum mánuðum rak ég augun í þrjú hjól sem voru læst í anddyri Háspennu við Hlemm. Það sem vakti athygli mína var að lásinn var bara ódýrt skran og það vakti grunsemdir mínar.“

Bjartmar, sem kallaður hefur verið „hjólhestahvíslarinn,“ blandaði sér í umræðurnar í hópi Vesturbæinga:

Sæll aftur. Bara svona til að hafa ákveðna hluti á hreinu, þá er hérna mín hlið. Ég fæ upplýsingar um að hjólið sem þú varst á hafi verið stolið. Stolið af öðrum manni btw, ekki þér. Svo já, ég tékkaði á þessu. Svona hjól kostar 240.000. Útlit þitt hafði ekkert með þetta að gera, heldur það að þetta var sagt öruggt að þetta væri umrætt hjól. Ég hefði alveg tékkað líka hefðirðu verið í jakkafötum og með bindi. En nú, þökk sé þessu þá veistu allavega hver var að ljúga uppá þig og þessi falska ásökun hangir ekki lengur yfir þér.

Bjartmar fær talsverðar skammir fyrir athæfi sitt á hópnum, er kallaður „ofurhetja,“ í kaldhæðnum tón, „hjólahvíslari,“ og er sagður þjófkenna saklaust fólk út í bæ.

Bjartmar birtir því næst sína hlið máls í nýrri færslu:

Jæja…
Mín hlið á máli sem er póstur um hér á síðunni.
Ég sá mann á 240.000 kr hlaupahjóli áðan sem mér var sagt að væri mikið búið að leita að. Hjólinu, ekki honum þarsem það var annar maður sem stal því. En hann sagður vera með það. Það sem ég gerði þá er eflaust umdeilt, en ég tékkaði semsagt á þessu. Var rólegur og kom friðsamlega fram. Kom þá i ljós að það var búið að ljúga þessu uppá þennan góða dreng. En já, eftir stendur: Hvað gerir maður þegar það er hugsanlega hægt að endurheimta hlut að andvirði 240.000 ?

Hvað skal gera?

Athæfi Bjarmars vekur upp réttmætar spurningar um lög og reglu í landinu og er mörgum slíkum spurningum kastað fram í heitum umræðum um atburðinn, og þrátt fyrir orð lögreglu um að alltaf eigi að tilkynna slíka glæpi er óljóst hvað er best að gera.

DV hefur til dæmis heimildir fyrir því að eftir að hafa orðið fyrir hjólreiðaþjófnaði á Granda, þar sem verknaðurinn náðist á myndband, gerði lögregla lítið sem ekkert í málinu. „Hún skrifaði skýrslu sem hún sagði að ég ætti að fara með í tryggingarnar,“ sagði eigandi hjólsins. Upplifun hans af samskiptum sínum við lögreglu voru eins og hún ætlaði sér ekkert að gera neitt meira í málinu. Hjólið kostaði á þriðja hundrað þúsund, var úr léttu áli og á svokölluðum „fat-bike“ dekkjum.

Þegar þessi sami maður sá svo hjólið sitt auglýst á Brask og brall hópnum á Facebook hringdi hann aftur í lögreglu. Sagði hann lögreglu að hann væri með nafn, heimilisfang og símanúmer hjá konu sem væri með hið stolna hjól í sinni vörslu. Svör lögreglu voru á þann veg að þau færu ekki í svona mál, hann gæti hinsvegar alltaf farið þangað sjálfur og sótt hjólið. Maðurinn gerði það í góðra vina hópi og sagði við tækifærið, „við búum í fullkomnlega löglausu landi.“ Þess má geta næstu daga eftir að hafa auglýst stolna hjólið, auglýsti konan til sölu skartgripi, annað reiðhjól og rafmagnshlaupahjól, sambærilegu því sem rætt var um hér að ofan.

Uppfært 26. júlí 11:30 Vegna breytinga á Facebook færslum sem DV vísaði til í upphaflegri fyrirsögn, hefur fyrirsögn fréttarinnar nú verið breytt.  Bjartmar hefur jafnframt sæst við rafskutlumanninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu