fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

„Æstur lýður fær reglulega nánast taugaáfall vegna orða annarra“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 07:50

Ummæli Þórdísar og viðbrögð við þeim eru umfjöllunarefni pistils Kolbrúnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið síðustu daga varð mikið uppnám í kjölfar þess að Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona, lýsti skoðun sinni á Raufarhöfn og Kópaskeri á Instagram. Margir voru ósáttir við ummæli hennar og bárust henni meðal annars lífláts- og nauðgunarhótanir í kjölfarið.

Þetta mál er umfjöllunarefni Kolbrúnar Bergþórsdóttur í pistli í Fréttablaðinu í dag. Hann ber heitið „Hótanir“.

„Hætt er við því að sá einstaklingur sem tekur sér dágóðan tíma á netinu til að skoða helstu frétta- og umræðusíður verði nokkuð ringlaður því þar eru svo margar fréttir af fólki sem er í uppnámi vegna þess að einhver annar hefur misboðið því. Ef einstaklingurinn, sem fer á netið til að leita frétta, er í eðli sínu fremur geðgóður og lítið fyrir ofstopa, þá verður hann æði dasaður af að lesa svo margar frásagnir sem lýsa fólki í gríðarlegu tilfinningauppnámi. Það er eins og það hafi fátt annað fyrir stafni en að vakta það hvort einhver hafi ekki örugglega látið út úr sér orð sem það getur froðufellt yfir.“

Segir Kolbrún í inngangi pistilsins og víkur því næst að því sem Þórdís Björk sagði á Instagram:

„Jæja þá erum við búin að koma á helv.. Kópasker. Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta krossað það út af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls alls ekki gera það.“

Var meðal þess sem hún sagði en hitastigið var um tvær gráður, hífandi rok og rigning og hefur Þórdís sjálf sagt að orð hennar hafi átt að snúast um þetta ömurlega veður.

Kolbrún bendir á að það hafi verið viðbúið að margir myndu móðgast fyrir hönd Kópaskers og Raufarhafnar.

„Leikkonan fékk yfir sig holskeflu viðbjóðslegra svívirðinga með tilheyrandi líflátshótunum, og af því að hún er kona bættust nauðgunarhótanir þar við. Sú sem þetta skrifar man eftir því að skólasystir hennar var á sínum tíma ekki hrifin af Djúpavogi, horfði á staðinn og sagði af sannri fyrirlitningu: Hver getur eiginlega hugsað sér að búa hér?! Sem var náttúrlega alls ekki sanngjarnt, enda hefur Djúpivogur löngum verið sjarmerandi. En þar sem þetta var löngu fyrir tíma Instagram hafði skólasystirin ekki tök á að lýsa þessari skoðun sinni opinberlega og slapp því við holskeflu formælinga. Hún hefur því aldrei þurft að biðjast afsökunar og iðrast opinberlega. Sjálfsagt slapp hún þar billega, svona á nútímamælikvarða.“

Segir Kolbrún og bætir við að hún hafi sjálf ákveðnar skoðanir á Garðabæ en haldi þeim fyrir sig sjálfa, sama hvernig viðrar, og það eigi einnig við um ýmsar aðrar skoðanir hennar, þeim haldi hún fyrir sig.

„Í samtíma okkar er rík hneigð hjá fólki til að láta aðra vita hvað það er að hugsa og hvað það er að aðhafast hverju sinni. Þetta borgar sig svo sannarlega alls ekki alltaf, eins og ótal dæmi sanna. Æstur lýður fær reglulega nánast taugaáfall vegna orða annarra. Aðrir sjá síðan ekkert athugavert við að hóta of beldi. Leikkonan lætur ekki buga sig. Hún sér enga ástæðu til að sætta sig við þetta, lætur ofstopafólk ekki stöðva sig og ætlar að kæra hótanirnar til lögreglu. Hinir þolinmóðu segja gjarnan æsingafólkinu til afsökunar að það eigi eftir að læra á samskiptamiðla og þegar það gerist muni það tileinka sér siðaðra manna framkomu. Ljóst er að biðin eftir því mun engan enda taka.“

Segir Kolbrún síðan í niðurlagi pistilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Össur segir að Kamala sigri – „Skýrar vísbendingar um að Harris sé á sigurbraut“

Össur segir að Kamala sigri – „Skýrar vísbendingar um að Harris sé á sigurbraut“
Fréttir
Í gær

Læknar fresta verkfalli og boða til nýs

Læknar fresta verkfalli og boða til nýs
Fréttir
Í gær

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hún óttaðist líka um líf sitt“

„Hún óttaðist líka um líf sitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu