fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Þórdísi hótað lífláti og nauðgun vegna ummæla hennar um Kópasker og Raufarhöfn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júlí 2020 07:50

Ummæli Þórdísar og viðbrögð við þeim eru umfjöllunarefni pistils Kolbrúnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli sem leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir lét falla á Instagram-reikningi sínum um helgina vöktu mikla athygli og fóru illa í marga. Í myndskeiðum fór hún hörðum orðum um veðurfar á Kópaskeri og Þórshöfn. Margir hafa brugðist illa við og hafa Þórdísi borist morðhótanir og hótanir um að henni verði nauðgað vegna þessara ummæla.

Eins og DV skýrði frá þá skrifaði Þórdís meðal annars:

Jæja þá erum við búin að koma á helv.. Kópasker. Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta krossað það út af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls ekki gera það.“

Þórdís er hluti af leikhópnum Lottu sem fer um landið og sýnir leikritið um Bakkabræður og var á leið frá Húsavík til Vopnafjarðar þegar Þórdís skrifaði þetta.

Í samtali við Fréttablaðið segir Þórdís að þessi brandari hennar hafi mislukkast:

„Það sýnir sig kannski best að brandari hafi mislukkast þegar maður þarf að útskýra hann og samhengið. Ég hafði rætt við vini mína um að ég hlakkaði til að skoða þessa bæi í fyrsta sinn, en svo tók ógeðslegt veður á móti okkur. Hitinn rétt yfir frostmarki og hvínandi rok og rigning.”

Hefur Fréttablaðið eftir henni að hana hafi ekki rennt í grun hvaða áhrif færslur hennar myndu hafa en fljótlega varð allt vitlaust á Facebooksíðu leikhópsins.

„Þessi tvö skjáskot í engu samhengi litu mjög illa út. Að einhverju leyti er það ósanngjarnt, þetta er eins og að taka langa málsgrein úr bók, en svo áttaði ég mig á því að þetta virtist raunverulega særa fólk og það þótti mér afar leitt.“

Sagði Þórdís sem baðst strax afsökunar á færslunni og það gerði leikhópurinn Lotta einnig.

Lífláts- og nauðgunarhótanir

Auk þess að hafa fengið almennar fordæmingar vegna ummælanna hafa Þórdísi einnig borist margar óhugnanlegar hótanir í einkaskilaboðum. Til dæmis um að henni verði ráðin bani, að henni verði nauðgað, að hún verði skorin á háls og lamin svo illa að hún verði óþekkjanleg.

„Ég er ýmsu vön þegar kemur að gagnrýni en þær hótanir sem mér hafa borist vegna þessa máls eru viðbjóðslegar. Það er eiginlega óhugnanlegast að sumar grófustu hótanirnar voru frá einstaklingum undir fullu nafni.“

Hefur Fréttablaðið eftir Þórdísi sem sagðist ætla að kæra þessar hótanir til lögreglunnar.

Á vef Fréttablaðsins er hægt að sjá skjáskot af sumum þessara skilaboða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri