Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir einnig að tilkynningar hafi borist um að eftirskjálftarnir hafi fundist vel á Suðvesturhorninu. Einnig hefur Veðurstofan fengið tilkynningar um grjóthrun í Festarfjalli sem er um 6 km SV af upptökum skjálftans.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að ekki sé hægt að útiloka annan stóran skjálfta í þessari hrinu.
Uppfært klukkan 06:10 – Skjálfti upp á 4,6 varð við Fagradalsfjall klukkan 05.46 að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.