Vísir.is hefur eftir Bjarka Kaldalóns Friis, náttúrúvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, að ekkert lát sé á skjálftunum. 1.400 skjálftar hafi mælst síðasta sólarhring, þar af helmingur eftir miðnætti.
„Þetta heldur áfram. Þegar koma svona stórir skjálftar verður fjöldi eftirskjálfta. Það má búast við skjálftum áfram í dag frá 3 að stærð upp í 4.“
Hefur Vísir.is eftir Bjarka sem sagði skjálftana vera hluta af þeirri hrinu sem hefur verið við Grindavík og á Reykjanesskaga síðan í ársbyrjun. Engin merki eru um gosóróa að hans sögn.