fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Drífa telur viðbrögð ASÍ eðlileg: „Fullt tilefni til að taka harkalega á móti hótununum“

Sóley Guðmundsdóttir
Sunnudaginn 19. júlí 2020 12:19

Drífa Snædal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var fullt tilefni til að taka harkalega á móti þeim hótunum sem lágu í loftinu á föstudaginn. Eitt fyrirtæki var að hóta því að sniðganga viðsemjendur sín og fara að semja við önnur stéttarfélög,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ. Drífa var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

„Við vorum tilbúin að beita öllum félagslegum meðölum sem við höfum yfir að búa,“ segir Drífa. Drífa nefnir mikilvægi þess að stéttarfélög séu aðilar að heildarsamtökum. „Flugfreyjur hafa fengið stuðning og skjól frá okkur og við höfum beitt félagslegum meðölum innan okkar raða til að styðja við flugfreyjur. Ég tel að það hafi haft áhrif. Við vorum að sjá algjörlega nýjan tón á íslenskum vinnumarkaði á föstudaginn sem er töluvert áhyggjuefni.“

Drífa segir að ASÍ hafi verið að skoða samúðarverkföll. „Við mátum það sem svo á föstudaginn að ef að þetta yrði liðið á íslenskum vinnumarkaði, að setja viðsemjendur til hliðar og fara að semja við aðra, ef þetta yrðu meðölin sem átti að beita á íslenskum vinnumarkaði með blessun samtaka atvinnulífsins, þá hefðum við þurft að beita öllum okkar verkfærum til að koma í veg fyrir það.“

Flugfreyjur með vinnustaðasamning

Flugfreyjur hafa verið með vinnustaðasamning en ekki algildan kjarasamning um störf sín. „Munurinn er sá að ef það væri algildur kjarasamningur um þessi störf á íslenskum vinnumarkaði þá væri ekki hægt að semja öðruvísi við önnur fyrirtæki.“ Vísar Drífa hér í samninga sem Íslenska flugstéttarfélagið gerði við flugfreyjur hjá flugfélaginu PLAY.

Telur viðbrögð ASÍ eðlileg

Icelandair rær lífróður eins og mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu. Drífa segir þá stöðu oft koma upp á íslenskum vinnumarkaði að fyrirtæki eru að róa lífróður. „Þetta er vissulega í stærri skala en áður en það réttlætir ekki að vísa til hliðar vinnureglum á íslenskum vinnumarkaði. Flugfreyjur hafa sýnt þessu afar mikinn skilning, það er ekki rétt að þær hafi ekki haft það með í sínum viðræðum.“ Drífa telur viðbrögð ASÍ eðlileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Í gær

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“