fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Samningaviðræðum við Flugfreyjur slitið – Allar reknar

Heimir Hannesson
Föstudaginn 17. júlí 2020 13:56

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair hefur slitið samningaviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum og flugþjónum verða sagt upp. Þetta kemur fram í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallarinnar.

Flugmenn Icelandair munu frá og með mánudeginum 20. júlí starfa sem öryggisliðar um borð. Lítil sem engin þjónusta hefur verið um borð í flugvélum flugfélagsins vegna Covid-19 ráðstafana svo ekki er víst að þetta muni hafi nein áhrif á þjónustu um borð. Flugmenn eru þjálfaðir til að sinna öryggisstörfum flugfreyja um borð í flugvélum Icelandair og uppfylla því skilyrði um starfsfólk um borð. Munu þeir því líklega sinna opnun og lokun hurða auk annarra öryggishlutverka. Hefur DV heimildir fyrir því að sótt sé að flugmönnum félagsins að sækja um sem „öryggisfulltrúar.“

Icelandair tilkynnti í gær að félagið myndi draga til baka uppsagnir 114 flugmanna og að heildarfjöldi þeirra yrði því 139 í fullu starfi í haust. Má nú reikna með því að talsvert fleiri flugmenn verði endurráðnir, þó ekki liggi fyrir hvort þeir verði ráðnir sem flugmenn eða sem „öryggisfulltrúar.“

Segir í tilkynningunni að samkomulag við helstu hagaðila Icelandair svo sem lánveitendur, flugvélaleigusala, stjórnvöld, birgja og stéttarfélög sé mikilvægur liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Í kjölfarið stefnir félagið að hlutafjárútboði sem er forsenda þess að koma fjárhag félagsins á réttan kjöl og sigla í gegnum Covid-19 storminn.

Flugmenn og flugvirkjar hafa þegar undirritað samninga við Icelandair, en Flugfreyjufélagið kolfelldi samning sinn í síðustu viku. Voru flugfreyjurnar þá sagðar hafa fellt „besta kjarasamning flugfreyja“ í heiminum.

Segir ennfremur í tilkynningunni að félagið ráðgeri að hefja viðræður við „annan samningsaðila á hinum íslenska vinnumarkaði,“ um kjör „öryggis- og þjónustuliða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið