fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

Icelandair hyggst semja við Íslenska flug­stétt­ar­fé­lagið – Viðræður gætu verið hafnar

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 17. júlí 2020 22:15

Icelandair flugvél á Keflavíkurflugvelli. mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV er lang líklegast að Icelandair reyni að ná samningum við Íslenska flug­stétt­ar­fé­lagið. DV hefur fengið áreiðanlegar ábendingar um að samningaviðræður séu þegar hafnar.

Í dag sleit Icelandair samningaviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og öllum flugfreyjum og flugþjónum sagt upp.  Icelandair ætlast ekki til vinnuframlags af þeim nema fram til mánudags.

Líkt og DV greindi frá í dag hyggst Icelandair semja við annað íslenskt stéttarfélag og er Íslenska flugstéttarfé­lagið þar eini raunhæfi möguleikinn. Flugfélagið Play hefur samið við Íslenska flug­stétt­ar­fé­lagið, en þar eru bæði flugmenn og flugfreyjur Play. Í fyrra greindi Kjarninn frá því að kostnaður vegna starfsfólks hjá Play væri allt að 37% lægri en hjá WOW.

Íslenska flugstéttarfélagið hét áður Íslenska flugmannafélagið og var þá aðeins stéttarfélag flugmanna hjá WOW air.  Sumarið 2019 var síðan gerð lagabreyting hjá stéttarfélaginu sem leiddi til þess að fleiri starfsstéttir innan fluggeirans heyrðu undir félagið.

Ekki náðist í Vigni Örn Guðnason, flugmann og formann Íslenska flugstéttafélagsins, við vinnslu þessarar fréttar – þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Um tvöleytið í dag sagði hann við Viðskiptablaðið að Icelandair væri ekki í „formlegum“ viðræðum við Íslenska flugstéttafélagið en það er síðan skilgreiningaratriði hvað eru formlegar viðræður og hvað óformlegar.

Þá sagði Vignir við Mannlíf í maí að flugstéttafélagið væri tilbúið til þess að semja við Icelandair. „Við getum hins vegar alveg verið önnur leið fyrir Icelandair því við erum löggilt stéttarfélag. Við gætum alveg verið kostur og erum alveg tilbúin til umræðu en við erum ekki í formlegum samræðum. Sé til okkar leitað vísum við engum frá enda bjóðum við alla velkomna,“

Þá herma heimildir DV einnig að markmið Icelandair sé að ná samningum fyrir mánudag það gæti þó reynst erfitt.

Icelandair tilkynnti fyrr í dag að þeir hyggðust hafa um borð  „öryggisfulltrúa“ í stað flugfreyja umborð í flugvélum sínum frá og með mánudeginum 20. júlí en ljóst er af póstini sem Icelandair sendi til allra flugmanna í dag að það hyggst ráða  flugmenn í stöður öryggisfulltrúa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fjölmargar bifreiðar skemmdar eftir að þeim var ekið ofan í holur

Fjölmargar bifreiðar skemmdar eftir að þeim var ekið ofan í holur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ný taktík Rússa virkar – Kurakhove er gott dæmi um það

Ný taktík Rússa virkar – Kurakhove er gott dæmi um það
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meinta gervistéttarfélagið Virðing rýfur loks þögnina – Segja samning sinn ekki koma Eflingu við

Meinta gervistéttarfélagið Virðing rýfur loks þögnina – Segja samning sinn ekki koma Eflingu við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæmdu fréttaflutning en flúðu undan viðtalsbeiðnum í rúmlega hálft ár – „Það vill enginn tala“

Fordæmdu fréttaflutning en flúðu undan viðtalsbeiðnum í rúmlega hálft ár – „Það vill enginn tala“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vestfirskur skipstjóri sem sigldi ölvaður iðraðist við annað brot

Vestfirskur skipstjóri sem sigldi ölvaður iðraðist við annað brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brást með ótrúlegum hætti við þegar bíllinn lenti í fljúgandi hálku

Brást með ótrúlegum hætti við þegar bíllinn lenti í fljúgandi hálku