fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fréttir

Flugmenn nýttir sem flugfreyjur eftir 20. júlí

Heimir Hannesson
Föstudaginn 17. júlí 2020 14:35

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kæru flugmenn, í dag höfum við breytt A-hluta rekstrarhandbókar. Breyting þessi tekur til hæfniskrafa áhafnameðlima í farþegarými.“

Svona hefst póstur sem sendur hefur verið til allra flugmanna Icelandair, líka þeirra sem sagt hafði verið upp fyrr í ár. Pósturinn, sem er á ensku, var sendur í dag. Þar segir að rekstrarhandbók flugfélagsins hafi verið breytt svo að flugmenn geti tekið við störfum flugfreyja í farþegarými Icelandair á næstu dögum. „Þetta er nauðsynleg aðgerð til þess að tryggja flugáætlun félagsins næstu daga þar til varanleg lausn hefur verið fundin. Flugmenn á bakvakt geta því verið kallaðir til að ljúka þjálfun til að sinna störfum í farþegarými á næstu dögum og í framhaldinu að starfa sem áhafnameðlimur í farþegarými [e. cabin crew].

Sjá nánar: Samningaviðræðum við Flugfreyjur slitið – Allar reknar

Icelandair biður í póstinum flugmenn um að láta vita hvort þeir hafi áhuga á að taka þetta starf að sér með því að senda póst á flugfélagið.

„Í ljósi viðkvæmna aðstæðna í samningaviðræðum milli Icelandir og flugfreyja félagsins, og tilkynningarinnar í dag, þurfa allir að vera mjög meðvitaðir [e. on high alert], um að tryggja góðan vinnuanda um borð í flugvélum félagsins, þrátt fyrir skiptar skoðanir. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja öryggi í flugrekstri félagsins. Við biðjum alla flugstjóra um að gera þetta að umfjöllunarefni í samtali sínu við áhafnir sínar fyrir flug,“ segir jafnframt í póstinum.

Ljóst er að flugmenn munu fljúga með flugfreyjum félagsins í flugum dagsins í dag og næstu tvo daga.

Icelandair tilkynnti fyrr í dag að þeir hyggðust nota „öryggisfulltrúa“ í stað flugfreyja umborð í flugvélum sínum frá og með mánudeginum 20. júlí. Ljóst er á póstinum að flugfélagið hyggst ráða flugmenn í stöður öryggisfulltrúa en flugfreyjur munu fljúga í dag og næstu tvo daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Gaf Díegó í jólagjöf
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Birna átti von á 40 gestum í veislu þegar hún kom að læstum dyrum – „Hefði drepið einhvern þarna á BlackBox Pizzeria að láta mig vita?“

Birna átti von á 40 gestum í veislu þegar hún kom að læstum dyrum – „Hefði drepið einhvern þarna á BlackBox Pizzeria að láta mig vita?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Díegó fundinn

Díegó fundinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Allt á suðupunkti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi eftir umdeilda færslu Tómasar

Allt á suðupunkti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi eftir umdeilda færslu Tómasar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur gæti fengið sekt verði hann kærður

Dagur gæti fengið sekt verði hann kærður