fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Mikil ólga Í Grindavík vegna birtingar ofbeldismyndbands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. júlí 2020 18:46

Grindavík úr lofti Mynd-grindavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ólga er á meðal foreldra í Grindavík eftir að Guðmunda Þorsteinsdóttir birti á Facebook-síðu sinni myndband sem sýnir hrottafullt ofbeldi meðal unglinga sem átti sér stað í september í fyrra. Guðmunda birti myndbandið sem hluta af færslu um ofbeldi og einelti sem hún segir son sinn hafa orðið fyrir og hefur leitt til þess að fjölskyldan ætlar að flytja frá Grindavík, að hennar sögn.

Sjá einnig: Fjölskylda flýr hrottafullt ofbeldi í Grindavík

DV hefur fengið ábendingu þess efnis að það sé ekki sonur Guðmundu sem verði fyrir ofbeldi á myndbandinu. DV bar þetta undir Guðmundu sem segir að þolandinn í myndbandinu sé drengur sem hafi verið í fóstri hjá henni síðasta haust. Ofbeldi tiltekinna unglingahópa í Grindavík beinist gegn fleirum en syni hennar:

„Lögreglan er með þetta vídeó og ég var búin að kæra þetta. Það var síðan ráðist var á son minn í janúar og hann barinn af fjórum strákum, kom nefbrotinn og alblóðugur heim, og með heilahristing.“

Hún segir einnig að 20 unglingar hafi safnast saman og barið dreng á lóðinni fyrir utan heimili hennar fyrir einni og hálfri viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lokaorð Boga: „Ég vona að ég hafi verið aufúsugestur“

Lokaorð Boga: „Ég vona að ég hafi verið aufúsugestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna útskýrir hvað hún hatar við woke-ið – „. Mér finnst það satt best að segja til háborinnar skammar“

Sólveig Anna útskýrir hvað hún hatar við woke-ið – „. Mér finnst það satt best að segja til háborinnar skammar“