fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Einkennileg björgun hjá slökkviliðinu – „Það runnu tvær grímur á okkur en við sendum bíl á staðinn“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 11. júlí 2020 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu leysti óvenjulegt verkefni í gærkvöldi, en þá var páfagaukurinn Ari fastur uppi á þaki. Þetta kemur fram á Facebook-síðu slökkviliðsins.

„Verkefni sem berast á borð okkar geta verið af ýmsum og merkilegum toga. Til dæmis gerðist það í gærkvöldi að hringt var inn vegna þess að það væri páfagaukur fastur uppi á þaki. Það runnu tvær grímur á okkur en við sendum bíl á staðinn.“

Slökkviliðinu virðist hafa átt í einhverjum erfiðleikum með að koma Ara niður. Það var hins vegar hægt þegar að stúlkan sem að var að passa hann fór ásamt öðrum páfagauki, Gló til Ara.

„Þar kom í ljós að páfagaukurinn Ari var uppi á þaki, Ari er ansi stór eins og sjá má á myndunum, en hann var ragur að koma niður.

Úr varð að stúlkan sem var að passa páfagaukinn Ara fór upp með páfagaukinn sinn sem heitir Gló og í sameiginlegu átaki stúlkunnar, Glóar og tveggja slökkviliðsmanna féllst Ari á að koma niður í körfunni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð
Fréttir
Í gær

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík