Rocia Berta Calvi Lozano er ákærð fyrir stórfelld fjármunabrot og eru meintir þolendur systur á tíræðisaldri.
Ákæra héraðssaksóknara á hendur Rociu og eiginmanni hennar, sem DV hefur undir höndum, er ævintýraleg þar sem Rocia er sökuð um misneytingu, fjárdrátt, umboðssvik, gripdeild og peningaþvætti. Ákæran telur 52 blaðsíður.
Lét heilabilaða konu gera rausnarlega erfðaskrá
Rocia er sökuð um að hafa notfært sér veikindi systra á tíræðisaldri meðal annars til að fá þær til að gera erfðaskrá þar sem segir að nánast allar þeirra eignir skyldu renna til Rociu. Um töluverða fjármuni er að ræða, en meðal annars eiga systurnar nokkrar fasteignir.
Yfir tvö þúsund færslur
Mun Rocia hafa dregið að sér fé í yfir tvö þúsund tilvikum með því að nota debetkort sem tengt var við bankareikning annarrar systurinnar.
Meðal þessara færsla eru eftirfarandi:
Sögð hafa stolið gullhúðuðum munum af upphlut
Eins er henni gert að sök að hafa tekið út af öðru debetkorti samtals 52.047.338 kr. í fjölda úttekta. Sú stærsta nam 8 milljónum króna.
Rocia mun líka hafa tekið ýmsa muni af heimili annarrar systurinnar. Meðal annars hnífapör , dúka, styttur og stokkabelti fyrir upphlut – gullhúðað- sem er metið á 1.8 milljónir. Líka spöng fyrir upphlut sem er metin á tæpar 300.000 krónur.
Ofangreint er aðeins brota brot af þeim misfærslum sem Rociu er gert að sök í ákæru. Samkvæmt ákæru kom málið fyrst upp í september 2017 og í kjölfarið fór fram húsleit á heimili Rociu og voru eignir í hennar eigu meðal annars bankainnistæður, fasteign, málverk eftir Kjarval, og Audi-bifreið kyrrsettar.