fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Segir að manntjón hafi orðið í eldsvoðanum í Vesturbænum í gær

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. júní 2020 04:38

Frá vettvangi í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði nokkrum út úr húsinu með aðstoð stiga og aðrir komust sjálfir út. Morgunblaðið segir að manntjón hafi orðið í eldsvoðanum en hafði ekki fengið það staðfest áður en blað dagsins fór í prentun.

Baráttan við eldinn var erfið og tímafrek. Slökkvistarfi lauk í gærkvöldi. Vettvangsrannsókn lögreglu hefst væntanlega í dag.

Sex voru fluttir á slysadeild og liggja einhverjir þeirra á gjörgæsludeild. Talið er að 6 til 10 manns hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Þrír voru handteknir á vettvangi í gær og er lögreglan að skoða tengsl þeirra við málið hefur Morgunblaðið eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni.

Eins og DV skýrði frá í gær var karlmaður handtekinn í rússneska sendiráðinu í gær, skömmu eftir að tilkynnt var um eldinn, en ekki hefur fengið staðfest að hann tengist eldsvoðanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta