fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Fordæmir Seltjarnarnesbæ – „Ekki bara andstyggilegt heldur líka ótrúlega heimskulegt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. júní 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent bréf til Seltjarnarnesbæjar þar sem skorað er á bæinn að draga til baka uppsögn fjórtán starfsmanna sem sagt var upp í skipulagsbreytingum nýlega. Jafnframt er þess krafist að starfsmennirnir verði beðnir afsökunar.

Sólveig greinir frá þessu í stöðuuppfærslu á Facebook.

Grimmileg aðgerð

„Þetta bréf sendi ég í morgun á bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar, bæjarstjórn og fjármálastjóra. Í því er sett fram sú krafa að félagsmaður Eflingar, sem sagt var upp þann 22. maí síðastliðinn ásamt 13 öðrum lágalaunakonum úr Sameyki, verði endurráðinn og jafnframt beðin afsökunar á þeirri fádæma grimmilegu aðgerð að vera gerð atvinnulaus þegar fjöldaatvinnuleysi ríkir og ástandið hjá vinnandi fólki er hræðilega erfitt,“ segir Sólveig Anna.

Í bréfinu segir meðal annars:

„Efling stéttarfélag var boðað á fund þar sem sagt var upp 14 starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar, þar af einum félagsmanni í Eflingu. Uppsagnirnar voru gerðar vegna svokallaðra skipulagsbreytinga sem eru faldar í því að bjóða verkið út og láta aðra vinna störfin á lægri launum og með lakari réttindi. Jafnframt verða þeir starfsmenn sem ráðnir eru ekki hluti af starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar og verður þarf af leiðandi ekki boðið að taka þátt í þeim viðburðum sem eru í boði á vinnustaðnum“

Sendar út í kuldann

Sólveig Anna bendir á að félagsmaður Eflingar, sem sagt var upp störfum, sé 59 ára að aldri og hafi starfað hjá bænum í meira en þrettán ár.  14 starfsmenn í störfum sem heyra til hefðbundinna kvennastarfa, eftir langan starfsaldur, fengu uppsögn og voru send út í óvissuna.

„Voru sendar út í kuldann af þeim sem á tyllidögum stæra sig af jafnrétti og mikilvægi þess að gæta að kynjasjónarmiðum. Þeim sem dettur ekki í hug að lækka eigin laun eða fríðindi en sjá ekkert athugavert við að eyðileggja líf láglaunakvenna.“

Andstyggilegt og heimskulegt

Sólveig gerir verulegar athugasemdir við þessa framkomu og segir það skjóta skökku við að ráðast i slíkar aðgerðir svona skömmu eftir kjarasamningsgerð þar sem kveðið er á um hækkun lágmarkslauna og leiðréttingar vegna vanmetinna kvennastarfa.  Einstaklega ósvífið og auðvitað ætti engri manneskju að láta sér detta það í hug.“

Ég vona að Seltjarnarnesbær sjái að sér og dragi allar uppsagnirnar til baka. Og ég vona að önnur sveitarfélög og aðrir opinberar atvinnurekendur skilji að það síðasta sem þau eiga að gera núna er að reka verkafólk. Það er ekki bara andstyggilegt heldur líka ótrúlega heimskulegt.

Við munum fylgjast með, greina frá og berjast gegn öllum svona aðgerðum. Enginn skal láta sér detta annað í hug.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag