fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Deilt um húsleit á skrifstofu lögmanns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 08:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fór fram aðalmeðferð í máli Steinbergs Finnbogasonar, lögmanns, gegn íslenska ríkinu. Steinbergur stefndi ríkinu vegna frelsissviptingar að ósekju. Hann var handtekinn 29. febrúar 2016 þegar hann mætti með skjólstæðingi sínum í skýrslutöku hjá lögreglunni. Honum var þá tilkynnt að hann hefði réttarstöðu sakbornings.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, hafi gefið skýrslu fyrir dómi í gær. Hann var meðal annars spurður um húsleit sem var gerð á lögmannsstofu Steinberg en þar var lagt hald á mikið af gögnum. Þar á meðal var mappa sem var merkt með nafni skjólstæðings Steinberg og sakbornings í málinu sem var til rannsóknar.

Eitt af álitaefnum málsins er hversu langt lögreglan megi ganga við húsleitir hjá lögmönnum. Var Björn spurður um þetta.

„Það var ekki leitað hjá honum sem verjanda, heldur var leitað hjá honum sem sakborningi. Ef lögmaður er grunaður um að hjálpa umbjóðanda sínum við að fremja það brot sem er til rannsóknar er lögreglu rétt að rannsaka það.“

Svaraði Björn.

Steinbergur gaf einnig skýrslu í gær. Hann sagðist aldrei hafa orðið fyrir eins miklu áfalli og þegar hann var handtekinn. Hann hafi mætt á skrifstofu héraðssaksóknara til að vera viðstaddur skýrslutöku hjá skjólstæðingi sínum sem var sakborningur í umfangsmiklu peningaþvættismáli. Þess í stað hafi hann verið handtekinn og látinn sæta einangrun í fangelsinu á Skólavörðustíg. Hann krefst 10 milljóna í bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína
Fréttir
Í gær

Borgaryfirvöld í Vilníus gera rýmingaráætlun vegna hugsanlegrar innrásar – Breikka vegi og brýr

Borgaryfirvöld í Vilníus gera rýmingaráætlun vegna hugsanlegrar innrásar – Breikka vegi og brýr
Fréttir
Í gær

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur