fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Fréttir

Heimilisofbeldi er ekki bara kjaftshögg

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 8. maí 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öllu er tjaldað til í helgarblaði DV sem kemur út í dag. Blaðið er að venju troðfullt af áhugaverðu efni um málefni líðandi stundar og fólkið í landinu. 

Forsíðuviðtalið er við Elísabetu Ronaldsdóttur sem upplifði alvarlegt andlegt ofbeldi af hálfu sambýlismanns og bjó með tveimur sonum í Kvennaathvarfinu í um tvo mánuði.

„Fyrir tuttugu og fimm árum gekk ég á vegg í mínu ofbeldissambandi og það endaði með því að amma mín, sem ég er skírð í höfuðið á, kom og sótti mig og börnin og fór með okkur í Kvennaathvarfið. Ég var þarna með ofboðslega áfallastreituröskun sem hafði ekki verið meðhöndluð og margt á þessum árum hreinlega í móðu út af henni. Þegar amma kom og sótti okkur var búið að læsa alla skó inni því ég mátti ekki fara neitt út,” segir Elísabet.

Metinn hæfastur umsækjenda

Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur rekið tjaldsvæðið á Borg síðan 2017. Þrír sóttu um að leigja svæðið en sveitarstjórn valdi Guðmund.  Guðmundur sjálfur segist vera með hreint sakavottorð en lögum samkvæmt hverfa brot af sakaskrá eftir tiltekinn tíma, eftir alvarleika brots. Hins vegar fyrnist sakaskrá ekki.

Hafnaði stórkrossinum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnaði því að taka við stórkrossinum frá forseta Íslands að sögn aðstoðarmanns hennar en að öðru leyti kýs Katrín að tjá sig ekki um málið. Björn Jón Bragason fjallar um orðuveitingar í nýjasta pistli sínum. „Fróðlegt verður að sjá hverja forseti kýs að krossa 17. júní næstkomandi,” segir hann.

Tjaldvagnar og tilhlökkun

Allt stefnir í að sumarið 2020 verði innanlands-ferðasumarið mikla og metsala hefur verið á hjólhýsum, tjaldvögnum og fellihýsum. DV tók púlsinn á nokkrum þjóðþekktum Íslendingum og grennslaðist fyrir um áætlanir þeirra fyrir sumarið.

Breytt heimsmynd fram undan

Við leituðum svara hjá fræðimönnum í mannfræði, stjórnmálafræði og efnahagsmálum um hvað sé í vændum þegar ný heimsmynd blasir við í framhaldi af kóronaveirufaraldrinum. 

„Ég sé ekki betur en að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu svona í grófum dráttum eðlilegar í ljósi stöðunnar eins og hún er þekkt núna,” segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.

Nýlegir fastir liðir blaðsins eru einnig á sínum stað: Fjölskylduhornið, fréttir af stjörnunum, sakamálið og fjölbreyttar uppskriftir.

Lestu DV frítt í maí

Skráðu þig á dv.is/skraning og lestu DV frítt í maí án skuldbindinga*

Hægt er að velja um tvær leiðir:

  1. Prent- og vefútgáfa

Frí áskrift út maí að prentútgáfu með vefaðgangi að blaðinu rafrænt. Verð fyrir mánaðaráskrift er 2.990 kr. að reynslutíma loknum. Engin binding.

2. Vefútgáfa

Frí vefáskrift út maí. Verð fyrir áskrift 1.590 kr. að reynslutíma loknum. Engin binding. Kynningartilboð

*Gildir aðeins fyrir þá sem eru ekki þegar með áskrift að DV. Kynningartilboðið er frítt í maí en gildir til 31.05.2020 fyrir nýja áskrifendur. Ef kynningartilboði er ekki sagt upp fyrir 31.05.2020 tekur við áskrift sem endurnýjast í mánuð í senn. Uppsögn á áskrift skal senda á áskrift@dv.is fyrir 20. hvers mánaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fréttir
Í gær

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Jimmy Carter látinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár