fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Steindi Jr. er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. maí 2020 14:15

Hannes Halldórsson leikstjóri, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Steindi Jr. Ljósmynd/Skjáskot af Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlar eru í aðalhlutverki í auglýsingaherferð Íslandsbanka fyrir Reykjavíkurmaraþonið nú í ár. Rúmlega hálft ár er síðan Íslandsbanki gaf út yfirlýsingu um að bankinn myndi hætta í viðskiptum við þá fjölmiðla sem ekki væru með kynjahlutföllinn í lagi, það er segja, stæðust ekki  skilyrði sem snúa að kynjahlutföllum hvað varðar þáttagerðarmenn og viðmælendur. Edda Hermannsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka segir í samtali við DV  að gætt hafi verið að kynjahlutföllum við gerð auglýsingaherferðarinnar.

Tökur á sjónvarpsauglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþonið fóru fram í miðborg Reykjavíkur um síðustu helgi en það er Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. sem andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn bregður fyrir í litlu hlutverki og þá sér Hannes Halldórsson um leikstjórn.

Steindi og Hannes birta ljósmyndir frá tökum á Instagram og ljóst er að mikið fjör var á tökustað.

 

 

View this post on Instagram

 

Víðir kvíðir ekki Reykjavíkurmaraþoninu 🎉🏃‍♂️🎬👍

A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on

 

 

View this post on Instagram

 

Við félagarnir fórum yfir stöðuna, bjartir tímar framundan. Skýrsla væntanleg 🍻☀️

A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on

Í samtali við DV segir Edda að rætt hafi verið við fleiri aðila um aðkomu að maraþoninu en á endanum hafi verið ákveðið að vinna verkefnið með Steinda og fá Hannes sem leikstjóra.

Hún bendir á að konur séu eins og og Víðir í mörgum aukahlutverkum og er framleiðsluhópurinn mjög blandaður. „Okkur var einmitt mjög umhugsað um að hafa sem jafnast hlutfall karla og kvenna í auglýsingunni og í framleiðsluteyminu og það var sérstaklega rætt. Við erum mjög meðvituð um að reyna að passa þessi hlutföll.“

Þá bendir Edda á að undanfarin misseri hafi bæði karlar og konur verið andlit Reykjavíkurmaraþonsins.

„Ef við horfum til undanfarinna ára þá sést að þetta hefur verið í báðar áttir. Við vorum til dæmis með Maraþonmæðgurnar árið 2015,“ segir Edda og á þar við mæðgurnar Halldóru Geirharðsdóttur og Steiney Skúladóttur. „Í fyrra var svo blandaður leikarahópur.“

Þá bendir Edda jafnframt á að konur komi fram í öðrum auglýsingum frá Íslandsbanka um þessar mundir. „Þetta er bara ein auglýsing af mörgum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt