fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 24. maí 2020 08:00

Á milli vakta er læknirinn vinnusami mikill nautnaseggur og leggur mikið upp úr vönduðu víni og góðum mat. Smjör og rjómi eru millinafn hans enda er hann annálaður fyrir lystisemdir í eldhúsin. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Freyr Ingvarsson, gigtar- og lyflæknir, er mörgum kunnur sem Læknirinn í eldhúsinu. Hann hefur gefið út fjölda matreiðslubóka og stýrt vinsælum matreiðsluþáttum. Lífið er þó ekki eintóm veisla hjá þessum harðduglega lækni, sem fór fyrir COVID-19 teymi Landspítalans í miðjum heimsfaraldri.  Ragnar prýðir forsíðu helgarblaðs DV þar sem hann fer meðal annars yfir vinnu sína í kringum Coronaveirufaraldurinn.

„Landspítalinn er stærsta stofnun Íslands með yfir 6.000 starfsmenn. Það eru gríðarlega mörg síló úti um allt. Það er mikil innri pólitík, en þarna hvarf hún. Það var allt sett til hliðar. Fólk var líka að halda í sér með að koma á bráðavaktina. Þetta er í raun ótrúlegt. Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll. Við vorum einmitt að velta fyrir okkur hvar allir nýrna- og gallsteinarnir væru. Hvar er allt þetta fólk?“ Ragnar segir að þegar faraldurinn fór að dvína hafi fólk mætt aftur á bráðamóttökuna. „Það biðu mín 160 tilvísanir þegar ég kom til baka á stofuna mína. Ég startaði 20-30 manns á krabbameinslyfjum í síðustu viku. Fólk hefur haldið í sér og ekki kvartað.“

Hann segir erfitt að hugsa til þess að fólk hafi verið sárkvalið heima. Ragnar er óhræddur við eftirköstin. Hann segir óumflýjanlegt að faraldurinn blossi upp í einhverri mynd aftur. „Það er óumflýjanlegt, en við erum með skothelda uppskrift sem virkar. Það er ekkert sem segir að hún muni ekki virka ef við beitum henni með sama hætti.“

Opna landið þó að enn sé ósamið

Ragnar viðurkennir að sér hafi brugðið við að heyra að landið yrði opnað 15. júní. „Ég sagði að þau tíðindi væru eins og þruma úr heiðskíru lofti, en það er kannski fulldjúpt í árinni tekið. Aðallega var ég undrandi. Mér fannst vera svo varfærnislegur tónn í þríeykinu fram að þessu. En svo er bara 15. júní dagsetningin, og það er bara eftir mánuð. Ég varð andvaka yfir þessu. Ég velti þá aðallega fyrir mér hvort það hefði ekki verið skynsamlegra að ræða þetta við okkur starfsmennina á spítalanum og í heilsugæslunni, smitsjúkdómalæknana og starfsfólk COVID-deildarinnar áður og velta upp spurningunni: Erum við tilbúin í aðra umferð?“ Ragnar segir að 15. júní sé kannski ekkert verri en 15. ágúst, en það þurfi að undirbúa fólk og taka samtalið. Samskipti og samráð sé lykillinn að breytingastjórnun.

„Vara fólk við og hlusta á áhyggjur þess. Það breytir kannski engu um upprunalega áætlun en þeir sem eiga að vinna verkið eru þá tilbúnir. Svo verður bara að segjast eins og er, það situr í mér að það er enn ósamið við alla. Það er ekki búið að semja við hjúkrunarfræðinga, lækna og lögreglumenn. Það erum við sem stöndum í skotgröfunum.“ Hann segist þó skilja vel að gjaldeyristekjurnar séu að fjármagna þessa starfsemi. „Ég skil þessa dýnamík en það hefði verið auðveldara að fá fólk með sér í lið, hefði verið byrjað á að semja við það.“

Smelltu hér til að sjá helgarblað DV.

Ragnar Freyr segir Ísland luma á réttri uppskrift til að takast á við næstu orrystu en lykilmál sem að semja við framvarðarsveitina. Mynd: Valli
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir