Umræða um glæsilegustu gistingar landsins hefur farið hátt að undanförnu í ljósi þess að nú er hægt að gera mikil kostakaup á ýmsum gistimöguleikum sem áður hafa verið uppbókuð af ferðamönnum.
Sumarhús Jóhannesar Stefánssonar, sem er betur þekktur sem Jói í Múla kaffi, er líklega dýrasta gisting á landinu, en samkvæmt heimildum DV kostar nóttin per herbergi í sumarhúsinu 500.000 krónur. Húsið er almennt leigt viku í senn samkvæmt heimildum en óvíst er hvort breytingar verði á sökum ástandsins.
Húsið er í Úthlíð og skartar alls kyns uppstoppuðum dýrum, svo sem ljónum, villisvínum og gíraffa. Sumarhúsið er aðeins leigt í gegnum lúxus afþreyingarfyrirtæki og því ekki hægt að nálgast verð og upplýsingar um laus tímabil í gegnum vefinn. Hægt er að taka á móti allt að 20 manns í gistingu en í húsinu er að finna glæsilegan vínkjallara. Jói er mikill smekkmaður í mat og drykk en veitingarnar í húsinu vinsæla þykja á heimsvísu.
Inréttingar hússins eru nokkuð dökkar til að kallast á við veiðiþemað en húsið þykir hið glæsilegasta líkt og meðfygjandi myndir sýna en þær eru frá ánægðum gestum.
Heimsfrægar stjörnur á borð við Beyoncé og Jay-Z auk fjölda erlendra milljónamæringa hafa gist í húsinu en ætla mætti að dýrasafnið þar innandyra gæti farið fyrir brjóstið á mörgum enda er uppstoppun og kjötát á hraðleið niður tískustikurnar. Sumarhúsið kallast The Trophy Lodge en líkur leiða að því að nafnið sé vísun í veiðigripina sem prýða húsið.