fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Matthías Bitcoin-svindlari handtekinn í stórfelldu fíkniefnamáli – Efnin metin á sjötíu milljónir króna

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 19:26

Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Jón Karlsson sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Bitcoin-málinu svokallaða er grunaður um mikla framleiðslu á ólöglegum fíkniefnum. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en um er að ræða ellefu kíló af amfetamíni. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV, en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi einnig frá málinu í dag.

Matthías var einn þriggja, sem voru sendir í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna málsins í gær. Hinir tveir voru Litháar.

Fíkniefnin fundust samkvæmt heimildum RÚV í Grýtubakka í Reykjavík. Lögreglan lagði einnig hald á búnað, sem hefur verið notaður við framleiðsluna, auk og fjármuna. Nokkrar húsleitir voru framkvæmdar vegna málsins. Söluvirði fíkniefnanna er talið vera um sjötíu milljónir króna.

Matthías Jón Karlsson var einn sjö manna sem fengu dóm í Bitcoin-málinu í fyrra, en hann hlaut næst þyngsta dóminn. Bitcoin-málið svokallaða snéri skipulögðu ráni í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarnesi í desember í 2019. Í innbrotunum var tölvubúnaði fyrir 42,5 milljónir króna stolið en tjónið af völdum innbrotanna er metið á 78 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar