UPPFÆRT – Fyrstu tölur reyndust rangar, en 3732 bílar voru taldir, sem er minna en upphaflegar tölur gáfu til kynna. Samt sem áður liggur fyrir að þúsundir manns hafi ekki virt fyrirmæli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns.
Gísli Már Gíslason, hagfræðingur, birti í dag ótrúlegar tölfræðiupplýsingar sem sýna fjölda bíla sem fara austur fyrir Hellisheiði daginn fyrir skírdag, semsagt í gær. Samkvæmt upplýsingum Gísla, sem eru fengnar frá Vegagerðinni, hefur það ekki gerst seinustu tíu ár að jafnmargir fari austur fyrir fjall á þessum degi, eða 6667 bílar, í samanburði við 5926 í fyrra og 5846 árið áður.
Aldrei á síðastliðnum 10 árum hafa fleiri bílar keyrt austur Hellisheiði daginn fyrir skírdag.
Smá tölfræðimoli úr einangruninni #hlýðumVíði pic.twitter.com/mTMLjTs2Fe— Gísli Már (@gislimar) April 8, 2020
Þessar upplýsingar virðast sýna að landsmenn fari þvert á skilaboð Víðis Reynisson, yfirlögregluþjóns sem hefur margbeðið fólk um að vera heima um páskana.
Gísli bendir einnig á að líklega séu bara íslendingar í tölunum, þar sem að lítið sé um ferðamenn þessa dagana.
Og það eru basically engir ferðamenn að keyra á þjóðvegum landsins.
— Gísli Már (@gislimar) April 8, 2020