fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Fréttir

Faraldursfræðingur segir Íslendinga enn vera á rangri leið og spálíkönin röng

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. apríl 2020 17:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gagnrýnisraddir á aðferðir sóttvarnayfirvalda hér á landi í baráttunni gegn COVID-19 eru ekki þagnaðar þó að meirihluti manna sé á því að vel gangi. Faraldursfræðingurinn Chris McClure, sem er bandarískur en býr á Íslandi, segir á Twitter í dag að spálíkön sem notast er við hér séu röng og skili rangri niðurstöðu. Segir hann að Íslendingar verði að beita bælingaraðferðum gegn faraldrinum.

Kvennablaðið greinir frá þessu og tekur saman ummæli McClure.

Þann 21. mars síðastliðinn birti McClure grein undir þessum gegnsæja titli: „Landlæknir Íslands hefur rangt fyrir sér – hér og nú liggja aðeins fyrir gögn sem styðja lokun skóla.“ Núna, þann 6. apríl, hefur McClure ekki bakkað með skoðanir sínar og hann segir í þýðingu Kvennablaðsins:

„Spálíkönin sem „gerð voru“ af Landlækni skila rangri niðurstöðu í hvívetna. Hlutfall nýrra tilfella utan sóttkvíar hefur hækkað undanliðna daga, um leið og útbreiðsla sjúkdómsins færist í aukana í landsbyggðum Íslands.“

McClure segir í tengslum við þá niðurstöðu að útbreiðsluhraði veirunnar hefur lækkað hér undanfarið að stjórnvöld hafi sett ströng skilyrði um greiningar sem hafi áhrif á niðurstöðuna og valdi skekkju í talnagögnum.

McClure segir að Íslendingar eigi langa baráttu framundan við faraldurinn og stjórnvöld verði að taka upp harðari aðgerðir til að kveða hann niður:

„Ísland verður að ganga til liðs við aðra, þó seint sé, og beita bælingaraðferðum gegn faraldrinum. Það er engin ástæða til að ætla að samfélag á eylandi geti ekki hindrað útbreiðslu, eins og við höfum séð í Færeyjum. Við þurfum að hindra útbreiðsluna, ekki aðeins að draga úr hraða hennar með lauslega skilgreindum aðferðum.“

 

Sjá einnig: Chris McClure er ekki doktor í faraldursfræði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Í gær

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti
Fréttir
Í gær

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu
Fréttir
Í gær

Arkitekt um þéttingarreiti í Reykjavík: „Ekki skrýtið að fólk sé að upplifa kulnun og streitu“

Arkitekt um þéttingarreiti í Reykjavík: „Ekki skrýtið að fólk sé að upplifa kulnun og streitu“
Fréttir
Í gær

Ferðamaður varð fyrir líkamsárás

Ferðamaður varð fyrir líkamsárás