fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fréttir

Ferðaþjónustufyrirtæki fengu ekki greitt frá greiðslumiðlunarfyrirtækjum um mánaðarmótin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 08:00

Það hefur verið mikil eftirspurn hjá ferðaþjónustunni, eiginlega of mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna endurgreiðslukrafna viðskiptavina ferðaþjónustufyrirtækja, sem hafa greitt fyrir þjónustu en ekki notað hana, eru greiðslumiðlunarfyrirtækina að endurmeta áhættu sína. Eitt greiðslumiðlunarfyrirtæki hefur sent viðskiptavinum sínum beiðni um ítarlegar upplýsingar um þetta. Á meðan hefur fyrirtækið frestað greiðslum til fyrirtækjanna.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fyrirtækin áttu að fá þessar greiðslur 31. mars og ætluðu þær til launagreiðslna.

„Það er nógu mikill slagur að standa í þessu á erfiðum tímum þó að ekki bætist þetta á. Þetta eru peningar sem ég á, það getur ekki farið á milli mála, og ég lít á þetta sem fjárdrátt.“

Hefur blaðið eftir hótelstjóra á Suðurlandi sem fékk ekki greiðslu frá Kortaþjónustunni eins og hann átti von á.

Aðspurður um ástæður þess að fyrirtækið haldi þessum greiðslum eftir sagði Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Kortaþjónustunnar, að Visa og Mastercard eigi kröfu á endurgreiðslu þar til þjónusta er veitt.

Mikill vandi steðjar að ferðaskrifstofum vegna endurgreiðslumála og hafa forsvarsmenn þeirra fundað með ráðamönnum að undanförnu vegna þess. Meðal annars hefur verið rætt um að þær megi endurgreiða pakkaferðir innan 60 daga í stað 14 daga eins og nú er.

Hluti af vanda fyrirtækjanna er sagður vera að þau hafa sjálf greitt birgjum sínum, til dæmis Icelandair, en óvíst er með endurgreiðslur frá birgjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Túnið við Höfða enn þá í skralli næstum tveim mánuðum eftir atvikið ótrúlega

Túnið við Höfða enn þá í skralli næstum tveim mánuðum eftir atvikið ótrúlega
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Trumpistar komnir í stríð við sjálfsfróun – Vilja að fólk sendi skilríki

Trumpistar komnir í stríð við sjálfsfróun – Vilja að fólk sendi skilríki
Fréttir
Í gær

Ríkisendurskoðun svarar aðdróttunum fullum hálsi og segir ásakanirnar alvarlegar

Ríkisendurskoðun svarar aðdróttunum fullum hálsi og segir ásakanirnar alvarlegar