fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Meintur bakvarðarsvindlari fór mikinn á samfélagsmiðlum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. apríl 2020 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppfært 9. apríl 2023: Málið gegn konunni var fellt niður og fékk hún greiddar miskabætur fyrir handtöku. 

Konan sem handtekin var í Bolungarvík í dag, grunuð um að hafa svindlað sig inn í bakvarðasveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða með því að framvísa fölsuðum gögnum um menntun sem sjúkraliði, og fyrir að lyfjastuld, heitir Anna Aurora Waage Óskarsdóttir. Hún er fædd árið 1983.

DV hefur þetta eftir öruggum heimildum en ennfremur birti RÚV í kvöldfréttum mynd  af Önnu Auroru sem hún hafði birt á Instagram. RÚV nafngreindi hana hins vegar ekki. Myndin sýnir Önnu Auroru í búningi hjúkrunarfræðings og segist hún vera að fara að „hjúkkast“. Hún hefur hins vegar ekki réttindi sem hjúkrunarfræðingur frekar en sjúkraliði.

Anna Aurora hefur verið virk í starfi Framsóknarflokksins og sat til skamms tíma í stjórn Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ, þar sem hún var búsett áður en hún flaug vestur til að taka þátt í störfum bakvarðasveitarinnar í Bolungarvík en þar fékk hún starf sem sjúkraliði á Hjúkrunarheimilinu í Bolungarvík.

Anna Aurora hefur verið mjög virk á samfélagsmiðlum og birt þar myndir og ummæli um störf sín í bakvarðasveitinni. Forsíðumynd hennar var skreytt slagorðinu „Við erum öll Almannavarnir“ en hún tók myndina út rétt eftir lögregluyfirheyrsluna fyrir vestan í dag, en Anna Aurora var látin laus úr haldi lögreglu eftir yfirheyrsluna.

Fyrir skömmu birti Anna Aurora bréf sem forseti Íslands sendi til bæjarstjóra Bolungarvíkur þar sem forsetinn lofar Bolvíkinga fyrir dugnað þeirra í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn auk þess sem hann vísar til þess að maður lést af COVID-19 á Hjúkrunarheimilinu í Bolungavík.

DV reyndi ítrekað að ná sambandi við Önnu Auroru við vinnslu fréttarinnar en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“
Fréttir
Í gær

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís
Fréttir
Í gær

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla