fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Helgi og Björgvin í hár saman – Úlfúð vegna GAMMA-afhjúpunar?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. mars 2020 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin Guðmundsson, einn eiganda almannatengslafyrirtækisins KOM, sem er nátengt Sjálfstæðisflokknum, og Helgi Seljan, blaðamaður á RÚV, hafa undanfarið keppst við að gefa hvor öðrum á baukinn á Twitter. Ljóst er að lítill kærleikur er á milli þeirra.

Björgvin hefur áður tekið að sér verkefni fyrir hönd GAMMA en Kveikur hefur boðað að sá sjóður verði afhjúpaður í næsta þætti á þriðjudagskvöldið. Deilur þeirra á Twitter eru mögulega merki um þá úlfúð sem sú umfjöllun mun koma af stað. Líkt og fyrr segir þá kann þetta skyndilega orðaskak að tengjast afhjúpun morgundagsins en bæði KOM og GAMMA tengjast hvort öðru í gegnum Sjálfstæðisflokkinn, líkt og Stundin fjallaði um árið 2016.

„Lífeyrissjóðir og tryggingafélög tóku skellinn þegar fasteignasjóður GAMMA svo gott sem gufaði upp á síðasta ári. Hvernig gat það gerst? Kveikur hefur komist yfir gögn um tugmilljóna króna leynilegar greiðslur, sem varpað gætu ljósi á málið,“ segir í kynningu á þættinum á morgun.

Deilur þeirra tveggja á Twitter hófust þegar Björgvin skrifaði eftirfarandi í gær: „Horfum á björtu hliðarnar: Ekki einn opinber starfsmaður mun missa vinnuna vegna þessara hremminga!“

Þessu svarar Helgi og segir: „Hin hliðin á þessum fimm aur gæjans sem færði okkur Óla Óla og Harald Johannesen meltdownin, er sú að eftir mánaðarmót verða allir opinberir starfsmenn.“ Þar vísar Helgi í misjafna ráðgjöf KOM yfir árin, svo sem aðdraganda þess að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóra hrökklaðist úr starfi. Hringbraut tók það fyrir á vef sínum.

Deilum þeirra Helga og Björgvins var þó ekki lokið. Björgvin svarar til baka og segir: „Gott take hjá manninum sem er alltaf meira í mynd en allir viðmælendur hans.“ Því svara Helgi svo: „What a KOMbakk“.

https://www.facebook.com/watch/?v=236628541071556

 

Uppfært:

DV hefur fengið eftirfarandi athugasemd frá Björgvin Guðmundssyni vegna fréttarinnar:

„Orðaskipti mín við Helga Seljan á Twitter 22. mars tengjast ekki á nokkurn hátt fyrirhugaðri umfjöllun Kveiks nk. þriðjudags, sem ég hef einungis vitneskju um í gegnum auglýsingar í Ríkissjónvarpinu. Það liggur nokkuð í augum uppi ef upphaf þessara samskipta á samfélagsmiðlinum eru lesin í gegn. Vangaveltur sem birtar eru á dv.is þar um eru því úr lausu lofti gripnar, enda klæddar dylgjubúning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
Fréttir
Í gær

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán