Þetta segir Karitas Harpa söngkona á Twitter-síðu sinni. Þetta tíst hennar hefur fengið mikil viðbrögð frá fólki sem deilir áhyggjunum með henni en rúmlega 200 manns hafa líkað við tístið. „Óhugnanlegt að fólk geti verið svona skeitingslaust um líf og heilsu annarra,“ segir Salóme nokkur í athugasemd við tístið og heldur áfram. „Ég myndi flokka þetta sem tilraun til manndráps og vona innilega að þú finnir leið til að tilkynna þessi ógeð“
Stefanía nokkur tekur undir með Salóme og segir að hún myndi hiklaust tilkynna þær til vinnustaðarins ef upplýsingarnar eru til staðar. „Ég er einmitt að reyna að komast yfir þær upplýsingar,“ svarar Karitas. „Gangi þér vel með það og ég vona að það takist! Þetta er ógeðsleg framkoma,“ segir Sigursteinn nokkur þá.
Fleiri eru ósáttir með þetta, þeirra á meðal er Helena nokkur. Móðir hennar er á hjúkrunarheimili en þar er heimsóknarbann vegna COVID-19 faraldursins. „Ég hef þar af leiðandi ekki hitt hana í 2 vikur af GÓÐRI ÁSTÆÐU, væri ég þakklát ef þú myndir komast að því hvar þær vinna og láta vita,“ segir Helena.