Ljóst er að Íslendingar eru ekki að taka boðuðu samkomubanni með stóískri ró. DV hefur borist fjölda ábendinga um að í flestum matvörubúðum svo sem Bónus og Krónunni sé upplausnarástand.
Myndin hér fyrir ofan var tekin í Bónus í Skeifunni nú í hádeginu. Sá tók myndina segir í samtali við DV að ástandið hafa verið rafmagnað og stutt í slagsmál.
Á samfélagsmiðlum er jafnframt nokkrir sem nefna þetta. Ljóst er að Íslendingar eru farnir að hamstra.
Krónan á Granda er algjört blóðbað rn
— Guðni F. Oddsson (@gudnifridrik) March 13, 2020
Fór í bónus rétt fyrir 11 að kaupa inn fyrir vikuna framundan. Andrúmsloftið stigmagnaðist í miðri innkaupaferð…
— Björn Reynir (@bjornreynir) March 13, 2020
Staðan í Krónunni, Granda pic.twitter.com/kwlZ31O8w4
— Árni Þór Lárusson (@arnilarusson) March 13, 2020
Ísland: Það er samkomubann
Íslendingar: Förum öll á sama tíma í allar matvöru verslanir landsins. pic.twitter.com/PiTUGTM2Qs— mbaginski (@MBaginski) March 13, 2020