Ónefndur aðili sem þykist vera Landlæknir hefur verið að senda unglingum skilaboð undanfarið þar sem hann þykist vera Landlæknir og fyrirskipar þeim í sóttkví. Sent er frá Instagram-reikningnum Landlaeknir.
RÚV greinir frá þessu. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir að þessi Instagram-reikningur sé ekki á vegum Landlæknis. Í skilaboðunum á Instagram er viðtakandinn látinn vita að hann hafi verið í samskiptum við manneskju sem heiti Guðjón og að Guðjón þessi sé smitaður af COVID-19, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd.