fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Þorbjörg vill að við gerum eins og Finnar: Færri veikindadagar, minna samviskubit og meiri ánægja

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Finnarnir eru meira en bara sauna, Finnar virðast skilja lífsins takt,“ segir lögfræðingurinn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í pistli Fréttablaðinu í dag. Þorbjörgu varð hugsað til Norðurlandanna þegar hún sótti dóttur sína á fótboltaæfingu eftir vinnu í vikunni.

„Í umferðinni í gær hugsaði ég einmitt að varðandi samgöngur og borgarskipulag erum við einhverjum árum á eftir bræðrum okkar og systrum á Norðurlöndum. Fyrir vikið finnst mér ég líka verja árum í bílnum. Við virðumst líka vinna lengri vinnudag án þess þó að framleiðni sé meiri,“ segir Þorbjörg og bætir við að í Finnlandi sé það opinber stefna að hvetja þá sem geta unnið heima til að gera það. Þá séu lög boðuð í Finnlandi sem eiga að taka hugmyndafræðina enn lengra með því að veita fólki meira svigrúm um hvenær og hvar það vinnur vinnuna.

Þorbjörg segir að þessi finnska leið gæti haft mjög jákvæð áhrif hér á landi.

„Á höfuðborgarsvæðinu myndi finnska leiðin þýða að við þyrftum ekki öll að fljóta um í bílahafinu á sama tíma á morgnana. Þessi pólitíska stefna myndi hafa jákvæð áhrif á umferð og draga úr mengun því færri bílar væru á ferðinni. Þessi stefna myndi sömuleiðis gera að verkum að það þyrfti ekki að rífast um hvort börn fari hálftíma fyrr eða seinna í leikskólann því foreldrar hefðu eitthvert dagskrárvald sjálfir. Foreldrar lítilla barna gætu veitt þeim rólega byrjun á deginum. Þessi stefna myndi þannig draga úr stöðugu samviskubiti foreldra. Jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs yrði betur náð. Þessi stefna hefur sýnt sig leiða til færri veikindadaga, því fólk treystir sér oft til að vinna heima þó það hafi ekki heilsu til að vera innan um aðra. Finnska leiðin gæti líka stuðlað að því að jafna leikinn milli borgar og landsbyggðar því staðsetning vinnustaðarins væri ekki lengur mikilvægari en hæfileikar starfsfólks, sem í mörgum störfum getur verið staðsett hvar sem er.“

Þorbjörg bendir á að finna hafi langa reynslu af þessum sveigjanleika og hann hafi reynst þeim vel. Spyr hún hvort við Íslendingar mættum ekki víkka sjóndeildarhringinn þegar kemur að umræðu um lengd vinnuvikunnar.

„Rannsóknir sýna að þessi slaki eykur framleiðni, ánægju og sköpunargáfu. Niðurstaðan er því ekki bara að starfsfólk sé ánægðara. Vinnustaðir fá meira frá starfsfólki með því að veita því svigrúm. Seðlabankastjóri hefur talað fyrir því að sveigjanleiki í hagkerfinu og á vinnumarkaði séu mikilvægir þættir til að örva hagvöxt og að fyrsta skrefið sé að horfa til framleiðni í kjaraviðræðum. Getur verið að við séum ekki að horfa í rétta átt þegar við ræðum aðallega um lengd vinnuvikunnar og fjölda vinnustunda á vinnustað? Finnarnir hafa svarað þessari spurningu og svarið felst í því að gefa fólki svigrúm til að vinna vinnuna sína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“