fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Sjáðu hverju er hent meðan almenningur telur hverja krónu: „Fyrir utan hverja einustu matvörubúð á Íslandi eru svona gámar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Vakandi, sem vilja auka vitundarvakning um sóun matvæla, deildu í dag færslu sem að Davíð nokkur skrifar um ruslagáma sem eru fullir af matvælum. Ásamt færslunni má sjá mynd af gámi fullum af osti, sem á að vera tekin við verslun Hagkaupa í Skeifunni.

„Ég hef nokkrum sinnum farið í gámagrams, forvitinn, í nafni matarsóunar, til að sannreyna sóunina. Það var sláandi reynsla.

Þessi mynd var að birtast rétt í þessu í svoleiðis lokaðri grúppu. Stútfullur gámur af ostum hér á höfuðborgarsvæðinu.“

Markmið færslunnar er að vekja fólk til umhugsunar, þá til dæmis um þær aðferðir og leiðir sem eru notaðar til þess að framleiða ost.

„Hugsaðu um kýrnar sem gáfu líf sitt og tilveru til að framleiða mjólkina.

Hugsaðu um grasið og fóðrið, hugsaðu um allt vatnið.

Hugsaðu um starfsstundir bóndans, starfsstundir ostaframleiðandans.

Hugsaðu um pappírinn og plastið í umbúðunum.

Hugsaðu um ferðalag mjólkurinnar í verksmiðjuna, ferðalag ostsins í gáminn, ferðalag gámsins til Íslands, ferðalag ostsins úr gámnum í búðina.

Hugsaðu um orkuna sem fór í öll þessi ferli, orku sem var framleidd með olíu, kolum, vatnsafli, kjarnorku.

Hugsaðu um að hver einasta arða í hverju einasta oststykki á uppsprettu sína í auðlindum náttúrunnar og auðlindum manneskja sem draga andann.

Hugsaðu svo um þá staðreynd að fyrir utan hverja einustu matvörubúð á Íslandi eru svona gámar. Á hverjum einasta degi.“

Færslan hefur vakið mikla athygli, en fjöldi fólks hefur birt ummæli sín við hana. Fólki virðist blöskra að svona miklum mat sé hent á meðan að sumir eiga ekki efni á honum, auk þess sem að einhverjir, ef ekki allir ostarnir eru innfluttir.

„Hugsaðu um þau sem á ekki efni á að kaupa þessa osta. Væri ekki betur að gefa þau en henda ?“

„Mér finnst verst að þetta er allt innflutt, það gerir málið mun verra. Hvort sem þetta eru dýrir ostar eða ekki, er þessi matarsóun skelfileg. Og allt í umbúðum, ekki er verið að flokka á neinn hátt. Það þyrfti að birta hvaða verslanir haga sér svona.“

„Og þetta eru allt innfluttir ostar á þessari mynd, kaupmennirnir sem eru svo sannfærðir um að íslenskir neytendur vilji þetta í miklu magni ættu að hugsa sinn gang áður en það er pantað.“

„Hvernig væri að við sem neytendur myndum frekar kaupa mat úr nærumhverfi okkar hefur fólk hugsað út í það hreinan mat ekki pakkað og flogið með hálfan hnöttinn hvetjum til þess frekar.“

„Og svo líka allt fólkið sem hefur ekki efni á mat, hvað þá svona lúxusvöru. Sem svo er hent.“

„Fólk lepur dauðann úr skel á Íslandi meðan aðrir henda verðmætum útí tunnu! HVAÐ ER AÐ?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Í gær

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“
Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi