fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Guðmundsson, meðlimur í íbúaráði Grafarvogs, er ekki sáttur með umræðuna um hverfið sitt sem farið hefur fram í borgarráði.

„Ég telst til frumbyggja Grafarvogshverfis,“ segir Árni enn hann fékk úthlutaða lóð árið 1989, byggði þar hús og hefur búið þar síðan. „Á þessum tíma hef ég fylgst með hverfinu stækka og dafna. Tekið þátt í öllu því sem virkir íbúar og foreldrar gera, t.d. skóla og frístundastarfi, íþrótta og félagsstörfum ásamt þátttöku í menningarlífi og öðru því sem gera hverfi að fjölskylduvænum og eftirsóttum samfélögum.“

Árni segir að það sé og hafi verið gott að búa í Grafarvogi og að þar sé gott og fjölskylduvænt samfélag. „Hverfið var hannað með alla nauðsynlega þjónustu fyrir íbúa í nærumhverfinu, hér er gott samgöngukerfi með æðakerfi hjóla og göngustíga um allt hverfið. Stutt er á helstu samgönguæðar þjóðvegakerfisins sem ég tel mikinn kost enda sæki ég og fleiri íbúar gjarnan út úr borginni til frístunda og útivistariðkunar frekar en niður í miðbæ.“

„Ekkert verið hlustað“

Árna finnst hegðun borgarfulltrúa því vera óskiljanleg en hann segir þá „undanfarið hafa nánast keppst við að tala niður og fara niðrandi orðum um hverfið og lífsstíl íbúa þess“.  Hann segir þetta koma í framhaldi af nánast stöðugum árásum borgaryfirvalda á grunnþjónustu hverfisins.

„Frá árinu 2010 er búið að leggja niður skóladeildir með sameiningum, fækka félagsmiðstöðvum, sameina leikskóla og það nýjasta er að leggja niður Korpuskóla. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð, hefur ekkert verið hlustað á eða tekið tilllit til óska, álits eða áskorana íbúa, foreldra og annarra hlutaðeigandi. Enn síður hefur mark verið tekið á vönduðum undirskriftasöfnunum með allt að 100% þáttöku foreldra á móti þessum afskiptum af grunnþjónustu hverfisins. “

„Mér er algerlega misboðið“

Árni gagnrýnir harðlega orð sem Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi lét falla í borgarráði. Árni segir Hjálma hafa farið afar niðrandi orðum um tvö hverfi borgarinnar, Kjalarneshverfi og Geldingarnes, sem er hluti af Grafarvogshverfi. „Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit,“ sagði Hjálmar en Árni gagnrýnir einnig orð borgarfulltrúans Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur. „Þar er algjör einangrun, þú átt bara að sitja einn í bílnum þínum og búa í þínu risastóra einbýlishúsi og lítið hugsað um félagsleg samskipti,“ sagði hún.

„Mér er algerlega misboðið að hlusta á svona lítilsvirðingu borgarfulltrúa sem eiga að starfa fyrir alla Reykvíkinga,“ segir Árni. „Þarna ráðast þau á nærumhverfið mitt og þann lífsstíl sem ég hef valið mér. Mér vitanlega hafa þau ekki fúlsað við því útsvari og þeim gjöldum sem ég ásamt öðrum Grafarvogsbúum höfum greitt til samfélagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar