fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Kristján ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum – Hlaut dóm fyrir fíkniefni, vopnaburð og árás í fyrra

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 6. desember 2020 14:15

samsett mynd/instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært Kristján Einar Sigurbjörnsson, Instagram stjörnu og Húsvíking, fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti á Hótel Barón við Barónsstíg í Reykjavík. Kristján mun hafa, samkvæmt ákærunni, sagt við þrjá lögreglumenn er þeir voru við skyldustörf þann 13. desember í fyrra: „Einn daginn mun ég drepa einn af ykkur.“ Er athæfi Kristjáns sagt varða við 106. gr. almennra hegningarlaga sem fjallar um brot gegn valdstjórninni. Kristján hefur áður gerst brotlegur við það ákvæði.

Kristján vakti athygli fyrr á árinu þegar hann og söngkonan Svala Björgvinsdóttir opinberuðu ástarsamband sitt. Vakti sambandið talsvert umtal, ekki síst vegna mikils aldursmunar á þeim sem er 21 ár.

Enn á skilorði

Kristján hlaut um miðjan desember í fyrra þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til eins árs. Kristján er því á skilorði þangað til 17. desember á þessu ári. Brotin sem Kristján er nú ákærður fyrir voru sem fyrr segir framin 13. desember í fyrra, aðeins 4 dögum áður en dómur féll í héraðsdómi. Litlu mátti því muna að Kristján gerðist brotlegur við skilorð sitt.

Dóminn hlaut Kristján fyrir brot á hegningarlögum með því að hafa hlaupið á og ýtt konu í miðbæ Reykjavíkur laugardagsnóttina 29. október 2016 þannig að hún féll í götuna. Konan brotnaði við fallið. Enn fremur var hann dæmdur fyrir tvö fíkniefnalaga brot og vopnalagabrot. Í júní 2018 fann lögregla lítilræði af kókaíni á Kristjáni á tjaldstæðinu í Laugardal í Reykjavík. Í júlí það ár lagði lögregla svo aftur hald á lítilræði af kókaíni og vasahníf sem hún fann í vösum Kristjáns.

Kristján neitaði sök í líkamsárásarmálinu en játaði brot sín á fíkniefna- og vopnalögum.

Gerði sér upp flog víðs vegar um miðbæinn

Hegðun Kristjáns umrædda októbernótt 2016 vakti enn fremur athygli, en henni er lýst í dómnum:

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í Hafnarstræti í Reykjavík kl. 02:04 aðfaranótt sama dags vegna  manns með  skerta meðvitund. Sjúkraflutningamenn voru einnig sendir af stað með sjúkrabifreið og voru þeir komnir á staðinn á undan lögreglu. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var þeim tjáð af  sjúkraflutningamönnum að  ákærði  hefði  verið  að  gera  sér  upp  flogakast.  Þá hefði  ákærði  hlaupið  í  burtu  þegar honum  var synjað um  akstur  með  sjúkrabifreið  í fylgd með kærustu.

Kvöldið var þá ekki búið hjá Kristjáni, því í dómnum er því lýst að Kristján hafi gert sér upp flogaköst víðs vegar um miðbæinn þessa nótt. Næst við Dómhúsið á Lækjartorgi. Þegar vegfarendur ætluðu að aðstoða hann sló hann frá sér, hljóp fyrir hornið og hélt áfram að gera sér upp flogakast.

Einu skýringar sem Kristján gat gefið á þessari háttsemi sinni þetta kvöld var að hann hafi verið að fanga athygli kærustu sinnar þáverandi. Segir í dómnum:

Til skýringar á þeirri háttsemi tók ákærði fram að hann hefði verið að reyna að ná athygli kærustunnar. Hann hefði verið haldinn athyglissýki.

Neitaði sök í líkamsárásar málinu

Hvað ákæruna fyrir líkamsárásina varðaði, sagði Kristján að ætlun hans hafi ekki verið að ráðast á hana, heldur hafi hann verið að hlaupa á eftir kærustu sinni og haft af henni áhyggjur. Kristján sagðist ekki muna vel eftir atvikum þessa nótt, en hann mundi þó eftir því að lögreglan hafi sagt við hann að hann hafi hlaupið á konu eða kona gengið í veg fyrir hann. Hann sagðist ekki muna eftir því að konan hafi fallið í jörðina.

Kristján vissi ekki af meintri líkamsárás og kæru vegna hennar fyrr en sjö mánuðum síðar, þegar hann var boðaður í skýrslutöku vegna hennar. Skýringar Kristjáns um að þetta hafi verið óviljaverk voru ekki teknar trúanlegar og var hann sakfelldur, sem fyrr segir, fyrir líkamsárás.

Vóg sakaferill Kristjáns þungt í refsiákvörðun dómarans, en Kristján hafði áður gengist við fjölda brota og skrifað undir lögreglusáttir vegna þeirra. Árið 2017 var hann sviptur ökuréttindum í tvö ár og gekkst við fíkniefnalagabroti. Árið 2016 var hann sviptur ökuréttindum í fjóra mánuði. Enn fremur kemur fram í dómnum að ákæru vegna brota á 106. gr. almennra hegningarlaga var frestað í tvö ár af héraðssaksóknara. 106. gr. fjallar sem fyrr segir um brot gegn valdstjórninni.

Til viðbótar við áðurnefndan skilorðsbundinn fangelsisdóm var Kristján dæmdur til að greiða brotaþola um hálfa milljón króna í skaða- og miskabætur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“