fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Mikil verðhækkun hjá Sorpu – Hátt í 300%

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. desember 2020 07:59

Höfuðstöðvar Sorpu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorpa hefur boðað verðhækkanir á ýmsum þjónustuþáttum frá og með 1. janúar og verður hún hátt í 300% í sumum tilvikum. Lárus M.K. Ólafsson, viðskiptastjóri hjá framleiðslusviði SI, segir að í því ástandi sem nú ríkir hafi verið lögð mikil áhersla á að ríkið og sveitarfélög haldi aftur af gjaldskrárhækkunum til að leggja ekki of þungar byrðar á fyrirtækin og heimilin í landinu. En nú fari Sorpa algjörlega gegn því.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ef núverandi verðskrá og boðuð verðskrá frá og með 1. janúar eru bornar saman komi í ljós að í sumum tilvikum nemi hækkunin á móttökugjaldi endurvinnslustöðva Sorpu hátt í 300%. Þetta á til dæmis við um steinefni frá byggingariðnaði og glerumbúðir og glerílát. Fram að þessu hafa 1,86 krónur verið greiddar fyrir hvert kíló en frá áramótum hækkar gjaldið í 6,82 krónur.

„Þetta virkar ekki mikið en hækkunin getur leitt til kostnaðarauka upp á allt að 30 milljónir króna hjá stærri byggingarverktökum á einu ári. Það gefur augaleið að þetta verður til þess að hækka byggingarkostnað, ekki síst á þéttingarreitum þar sem rýma þarf til fyrir nýju húsnæði á kostnað gamals,“ er haft eftir Lárusi sem sagðist ekki trúa því fyrr en á því verður tekið að þessar hækkanir komi til framkvæmda. Svo virðist sem Sorpa sé að sækja sér tekjur til atvinnugreina sem taldar séu aflögufærar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dularfull mannshvörf skekja karabíska paradísareyju

Dularfull mannshvörf skekja karabíska paradísareyju
Fréttir
Í gær

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ríkisstjórnin verður aðeins dæmd af verkum sínum, verkum eins og þessu“

„Ríkisstjórnin verður aðeins dæmd af verkum sínum, verkum eins og þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara