fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

17 þúsund krónur sekúndan fyrir Áramótaskaupið

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 31. desember 2020 09:10

Mynd: Grínhetjurnar á bak við Skaupið í ár. Mynd: Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áramótaskaupið er vinsælasti dagskrárliður Ríkissjónvarpsins að frátöldum stórleikjum í boltaíþróttum. Auglýsingapláss eru af skornum skammti og þau dýrustu og eftirsóttustu yfir allt árið. Stórfyrirtæki sérframleiða jafnvel metnaðarfullar auglýsingar fyrir tilefnið.

Höfundar Áramótaskaupsins í ár eru annálaðar grínhetjur, þau Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Vala Kristín
Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Leikstjóri er Reynir Lyngdal, líkt og á síðasta ári, en Skaupið var að mestu leyti samið í gegnum fjarfundarbúnað.

Ekki er von á minni gleði en síðustu ár en Áramótaskaupið fær almennt í kringum 75% áhorf samkvæmt upplýsingum frá RÚV. Til samanburðar má nefna að aðalkeppni Eurovision er almennt með um 60% áhorf og mesta áhorf ársins á RÚV í frumsýningu var á handboltaleik Íslands og Rússlands á EM 13. janúar.

Afsakið ekkert hlé

Tíu auglýsingapláss eru á undan Áramótaskaupinu sem er 60 mínútur og sýnt án auglýsingahlés. Töluvert fleiri fyrirtæki sækja um pláss í Skaupinu en komast að. Sekúndan kostar 17 þúsund krónur, sem er sama verð og í fyrra, en 10% álag
bætist á fyrir staðsetningu. Einhver fyrirtæki eru þó með afslátt tengdan árlegum viðskiptum.

Ekki er óalgengt að auglýsingar séu 30-90 sekúndur að lengd og kosti þá á bilinu 510.000 til 1.530.000 krónur fyrir utan álag og afslátt.
Ríkisútvarpinu er ekki heimilt að rjúfa dagskrárliði fyrir kynningar eða auglýsingar nema í tilvikum þar sem efni fer yfir 70 mínútur en jafnvel þá er það ekki sjálfgefið. Hámark má birta átta mínútur af auglýsingum per klukkustund. Svo að þrátt fyrir að freyðivínsþyrstir landsmenn vildu gjarnan fylla á glös eða bregða sér á salerni meðan á Skaupinu stendur er
ekki heimilt að brjóta það upp með auglýsingahléi.

Sérframleiðsla

„Við erum með auglýsingar  þarna sem eru með áramóta­kveðjur til viðskiptavina. Fólk er meðvitað um að alþjóð er að horfa og það eru ákveðnar auglýsingar sem passa þarna inn. Þú ert yfirleitt ekki að selja vöru í þessu hólfi. Þarna er verið að nota tækifærið til að óska viðskiptavinum gleði­legs árs og byggja upp ímynd. Þetta er hátíðlegt auglýsinga­hólf,“ segir Elín Helga Svein­björnsdóttir, framkvæmda­stjóri auglýsingastofunnar Hvíta hússins.

Elín segir að það séu þrír viðskiptavinir hjá Hvíta hús­inu sem séu með auglýsingar í þessu eftirsóknarverða plássi í ár og almennt sé þar mikill metnaður. „Blöð og sjónvarp hérlendis eru með miklu meiri lestur og áhorf en í löndunum í kringum okkur. Þetta sérís­lenska dæmi að setjast öll nið­ur og horfa saman á grínþátt á gamlárskvöld er sterk hefð sem felur í sér að þú nærð til nánast allrar þjóðarinnar,“ segir Elín Helga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þessi fengu fálkaorðuna í dag

Þessi fengu fálkaorðuna í dag
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Snilldarráðið sem sigraði heimsbyggðina – Svona „eignast“ þú 111.000 krónur „aukalega“

Snilldarráðið sem sigraði heimsbyggðina – Svona „eignast“ þú 111.000 krónur „aukalega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Búa ekki á landinu og hafa ekki borgað fasteignagjöldin

Búa ekki á landinu og hafa ekki borgað fasteignagjöldin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“