fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Íslendingar kaupa rafmynt í miklum mæli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 07:45

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun árs kostaði hver Bitcoin, sem er vinsælasta rafmyntin, rúmlega 7.000 dollara en nýlega fór gengi hverrar myntar yfir 28.000 dollara en það svarar til rúmlega 3,5 milljóna króna. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja við kaup á Bitcoin að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Á vefsíðu fjártæknifyrirtækisins Myntkaup ehf. er hægt að kaupa og selja Bitcoin. Hefur Fréttablaðið eftir Patreki Maroni Magnússyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að fyrirtækið hafi strax fundið fyrir áhuga landsmanna á myntinni en vefsíðan var opnuð fyrr á árinu. Haft er eftir honum að áhuginn hafi aukist eftir því sem liðið hefur á árið.

„Viðtökurnar strax í byrjun voru framar öllum okkar vonum, sérstaklega hjá eldri kynslóðinni. Eftir því sem gengi myntarinnar hefur hækkað á árinu hefur áhugi Íslendinga greinilega aukist samhliða því,” er haft eftir honum.

Hann nefndi sem dæmi að það sem af er desember hafi Íslendingar stundað viðskipti með Bitcoin fyrir um tvær milljónir evra en það svarar til um 333 milljóna króna. „Það er sextánföld aukning frá því í október þannig að það er alveg ljóst að áhuginn fer vaxandi,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi