Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Frá því að faraldurinn hófst hafa 316 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna veikinda tengdum COVID-19.
Í gær fékk starfsfólk A7 síðan þau skilaboð að það yrði meðal þess framlínufólks sem verður bólusett í upphafi. Hugsanlegt er að lokið verði við bólusetningu framlínufólks fyrir árslok.
Það er kveðið á um forgangsröðun í bólusetningar í reglugerð en samkvæmt upplýsingum, sem Fréttablaðið fékk frá embætti sóttvarnalæknis, er nánari útfærsla á hvaða framlínufólk fær fyrst bóluefni í höndum stjórnenda Landspítalans. Um 1.000 heilbrigðisstarfsmenn teljast til framlínufólks.