fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Landsmenn hvattir til að styrkja björgunarsveitina á Seyðisfirði með kaupum á rafrænum flugeldum 

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar aurskriðanna á Seyðisfirði hefur verið unnið hörðum höndum að því að færa samfélagið og innviði þess þar aftur til fyrra horfs. Jafnframt hefur verið ákveðið að í stað hefðbundinna flugeldasprenginga um áramót verði heimafólki hlíft við slíkum hljóðum, en að þess í stað verði kertum fleytt við Lónið.

Mikið hefur mætt á Seyðfirðingum og ekki síst liðsmönnum björgunarsveitarinnar að undanförnu.  Sem kunnugt er hefur sala á flugeldum verið ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna í landinu og við þær aðstæður er nú ríkja hefur verið efnt til sölu á rafrænum flugeldum á slóðinni aramot.is sem hýsir meðal annars síðasta dagskrárlið RÚV á árinu, þvívíddarviðburðinn ÁRAMÓTASPRENGJUNA 2020 þar sem margt af fremsta tónlistarfólki landsins kemur fram í nýjum ham og það í gagnvirku samspili við áhorfendur. Má þar nefna Sigur Rós, Kaleo, Stuðmenn, Bríeti, Friðrik Dór, Auði og fleira tónlistarfólk.

„Það er stórkostlegt að fá þennan stuðning, þar sem þetta verður okkar eina flugeldasala í ár. Við vonum að allir fari á aramot.is og taki þátt í þesssum nýstárlegu áramótum sem verður sjónvarpað á RÚV,“ segir Helgi Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði.

Rafrænu flugeldarnir eru fáanlegir í nokkrum verðflokkum frá kr. 1.000 til kr. 5.000 og renna allar tekjur af sölu þessara grænu og umhverfisvænu flugelda beint inn á reikning björgunarsveitarinnar Ísólfs.

Umrædd útsending á RÚV er á gamlárskvöld, hefst kl. 23:35 og lýkur kl. 24:05.

Um Áramótasprengjuna: 

Áramótasprengjan er áramótafagnaðar í nýrri vídd, sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum þar sem um er að ræða fyrstu gagnvirku sjónvarpsútsendingu sögunnar með þátttöku áhorfenda. Íslensku þjóðinni býðst að sameinast yfir áramótin og taka raunverulegan þátt í beinni útsendingu með sinni eigin sýndarveru, þátttakendum að kostnaðarlausu. Einfalt er að skrá sig og allir geta tekið þátt á aramot.is.

Verkefnið var sett af stað sökum viðvarandi samkomutakmarkana og sóttvarnaraðgerða sem mjög hafa takmarkað möguleika fólks til að njóta tónlistar og menningar það sem af er árinu.

Að viðburðinum Áramótsprengjan 2020 stendur margt af fremsta tónlistar-, myndlistar- og tæknifólki landsins. OZ hannar og stjórnar viðburðinum og býr til grunntækni hans. Teymi á vegum OZ í fimm löndum vann að verkefninu. Íslenska fyrirtækið Directive Games er tæknilegur samstarfsaðili viðburðarins, hannar meðal annars og sér um tónlistaratriði Sigur Rósar og fleiri tónlistarmanna. Gunnar Karlsson og Pétur Eggerz sjá um listræna- og tæknilega stjórnun en þeir hafa báðir mikla reynslu af tæknilega flóknum og listrænum verkefnum. Rough Cult annast kvikmyndun sem felur í sér nýja tæknilega nálgun við myndatöku í rafheimum, þá fyrstu sinnar tegundar í íslenskri kvikmyndasögu. Benedikt Erlingsson leikstýrir stafrænu verki í fyrsta sinn á sínum leikstjórnarferli. Guðjón Már Guðjónsson og Jakob Frímann Magnússon eru aðalframleiðendur viðburðarins. Edda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni