Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans greindi frá því fyrir skömmu á Facebokk-síðu sinni að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreingar hefði hringt í hann í dag til þess að leiðrétta hann.
Björn Ingi hafði þá haldið því fram að bóluefni gegn kórónveirunni væri sprautað í æð. Það reynist vitlaust, en Kári kom þeim skilaboðum ár framfæri. Bóluefninu er sprautað í vöðva.
Að sögn Björns ætlar Kári að horfa framhjá þessari yfirsjón og halda áfram að sjá til þess að þjóðin fái meira bóluefni. Björn segir að atvik sem þessi lífgi upp á tilveruna.
„Síminn hringir. Kári Stefánsson er á línunni: „Björn Ingi, ég las statusinn þinn. Það er ekki rétt að bóluefninu sé dælt í æð. Því er dælt inn í vöðvann.“ Ætlar þó að horfa fram hjá þessari yfirsjón blaðamannsins og lofar að halda áfram með Þórólfi að ýta á eftir meira bóluefni. „Heyri í þér!“ Þar með er skellt á. Svona menn lífga upp á tilveruna.“
https://www.facebook.com/bjorningihrafnsson/posts/10224991259069373