fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Eiður sakar vagnstjóra um fordómafulla hegðun – Strætó segir frásögnina ekki ganga upp – „Ég hef tilkynnt lögreglu um málið“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 28. desember 2020 15:00

Samsett mynd. Til vinstri: Eiður Welding - Mynd/Aðsend. Til hægri: Guðmundur Heiðar Helgason - Mynd/Strætó.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nei nú er þetta hætt að vera fyndið,“ segir Eiður Welding, varaformaður CP félagsins og stjórnarmaður í Öryrkjabandalaginu. Eiður skrifar þetta í færslu sem hann birti á Facebook en hann gaf DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um málið.

„Þannig er mál með vexti að ég fór í sund á Seltjarnarnesi fyrr í kvöld, það var mjög gaman. Þegar ég ætlaði hinsvegar heim í strætó vandaðist málið,“ segir Eiður. „Ég gekk inn í strætó, sýndi strætókortið og ætlaði að setjast. Bílstjóranum leist ekki á það, hann sagði við mig að ég færi sko ekki inn í vagninn vegna þess að ég væri greinilega í annarlegu ástandi, en þeir sem þekkja mig vita að ég er mikill bindindismaður.“

Eiður heldur áfram með frásögn sína af málinu. „Því næst er veski mínu kippt úr hendi minni, strætókorti mínu stolið úr veski mínu og kortinu hent. Ég segi bílstjóranum að skila strætókortinu mínu eða ég myndi hringja á lögregluna. Því næst hendir hann mér úr vagninum. Þess má geta að ég hef tilkynnt lögreglu um málið.“

Hann segist ekki bera kala til bílstjórans. „Þetta er einfaldlega birtingarmynd þess að hér í þessu samfélagi er enginn fræðsla um fatlanir sem hefur þessar afleiðingar. Ég er í pínu sjokki en því miður er frásögn mín ekkert einsdæmi. Það er heimsfaraldur fordóma í blússandi veldisvexti og bóluefnið er fræðsla og þekkingarmiðlun.“

Eiður glímir sjálfur við fötlun en hann er með heilalömun, eða CP eins og það er einnig kallað. „Þetta getur verið mjög sýnilegt, fjórlömum, og þú ert með þetta í öllum útlimum og svo eru sumir sem geta ekki talað. En ég er hins vegar með lömun í einum útlim og skert jafnvægi en samt er ég þó með CP,“ sagði Eiður um fötlunina sína í viðtali við Ísland í dag fyrr á þessu ári.

Mismunandi upplifanir af sama atvikinu

Frásögn Eiðs rataði inn á borð Strætó í gærkvöldi. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, ræddi um málið við blaðamann. Hann segir frásögn Eiðs skarast á við frásögn bílstjórans og myndefni úr vagninum. „Þetta er svolítið snúið,“ segir Guðmundur og útskýrir málið.

„Við erum búin að skoða málið. Við erum bæði búin að taka samtal við vagnstjórann og við erum einnig búin að skoða myndefni úr vagninum því okkur fannst þetta svo alvarleg ásökun. Bæði myndefnið og frásögn vagnstjórans er ekki í takt við færsluna hans Eiðs,“ segir Guðmundur.

„Hann segir að vagnstjórinn hafi til dæmis neitað að hleypa honum inn því hann sagði að hann væri í annarlegu ástandi, það er ekki rétt. Vagnstjórinn stoppaði hann því að hann vildi fá að skoða strætókortið hans betur og það var útrunnið, komið tvo mánuði fram yfir tímann segir vagnstjórinn.“

„Svo endar þetta með því að hann yfirgefur vagninn sjálfur“

Guðmundur segir að ekkert gefi til kynna að vagnstjórinn hafi sakað hann um að hafa verið í annarlegu ástandi. „Í þessum stuttu samskiptum þeirra á milli finnum við aldrei neitt augnablik þar sem einhver er að tala um annarlegt ástand. Þeirra samtal snýst um aðallega bara um fargjaldið og það er það sem málið snýst um,“ segir hann.

Samkvæmt Guðmundi tók vagnstjórinn strætókortið af Eiði þar sem það var útrunnið. „Það er gert ef fólk er að nota svoleiðis,“ segir hann. „Síðan segir hann við vagnstjórann: Þú lætur mig hafa kortið aftur eða ég hringi á lögregluna. Vagntjórinn segir að það sé ekkert mál, hann megi hringja á lögregluna ef hann vill. Þá biður hann um að ferðast með vagninum aðeins lengra, stuttan spöl. Vagnstjórinn segir að það sé ekkert mál, hann þurfi bara að borga. Þá býðst hann til að borga með debetkorti en það er ekki hægt. Svo endar þetta með því að hann yfirgefur vagninn sjálfur.“

„Sárt að vera sakaður um fordómafulla hegðun“

Guðmundur segir að hvorki frásögn vagnstjórans né myndefnið gefi í skyn að um fordómafulla hegðun hafi verið að ræða. „Við sjáum ekkert tengt því að honum hafi verið neitað út af því að vagnstjórinn heldur að hann sé ölvaður og við sjáum enga fordómafulla hegðun.“

Að lokum segir Guðmundur að hann væri fyrsti maðurinn til að stíga fram og biðjast fyrirgefningar ef vagnstjóri gerir eitthvað rangt. „En ég vill ekki henda vagnstjóranum undir vagninn fyrir það að sinna vinnunni sinni. Mér finnst bara leiðinlegt að heyra af þessu máli og vagnstjóranum fannst það líka sárt að vera sakaður um fordómafulla hegðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Í gær

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný