fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

10.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer koma til landsins fyrir hádegi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. desember 2020 07:55

mynd/pfizer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 10.30 í dag verður tekið á móti 10.000 skömmtum af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech í höfuðstöðvum dreifingarfyrirtækisins Distica í Garðabæ. Heilbrigðisráðherra og þríeykið svokallað verða viðstödd. Bóluefnið kemur með flugi frá Amsterdam.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Júlíu Rós Atladóttur, framkvæmdastjóra Distica, að þetta sé án efa stærsta verkefnið sem fyrirtækið hefur komið að. Bóluefninu er haldið í 80 gráðu frosti með þurrís. „Þegar efnið kemur til Distica þá getum við bæði bætt þurrís á flutningsumbúðirnar en einnig erum við með frysti sem heldur efninu í mínus 80 gráðum,“ ef haft eftir Júlíu.

Á leiðinni fylgjast síritar stöðugt með hitastigi bóluefnisins og ekki er hægt að hefja dreifingu bóluefnisins fyrr en búið er að fara yfir flutningsferlið og hitastigið í því ferli. Það er Pfizer sem gerir lokamat á framkvæmd flutningsins. Þegar það mat liggur fyrir er hægt að keyra helmingi efnisins út en hinn helmingurinn verður geymdur fyrir síðari bólusetningu. Bólusetning hefst á morgun.

Meðal þeirra fyrstu til að verða bólusettir eru um 700 starfsmenn á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri sem hafa einkum sinnt COVID-19-sjúklingum. Starfsfólk sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva víða um land verður einnig meðal þeirra fyrstu til að verða bólusett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít